Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2008 04:53

Kynslóðir mættust á leik aldarinnar

Gunnar Sigurðsson og Ólafur Ragnar við upphaf leiksins
Viðamikilli knattspyrnuhátíð er nú í þann mund að ljúka í Akranesshöllinni. Þar kepptu knattspyrnuhetjur ÍA fyrr og nú sín á milli í léttum fótboltaleik. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson var heiðursgestur samkomunnar. Í ávarpi sínu upplýsti hann að það hafi verið honum erfið ákvörðun á sinni tíð eftir að hann tók við embætti forseta þegar börn vítt og breitt um landið spurðu hann: "Með hvaða liði heldur þú?" Hann hafi hinsvegar strax tekið þá ákvörðun að segja sannleikann, en hann hefur frá því hann sem 10 ára piltur flutti af Vestfjörðum í Vesturbæ Reykjavíkur haldið með Skagamönnum í fótbolta. Eftir því hafi hann aldrei séð. Hann bætti því við að héldi einnig með Manchester United í enska boltanum og því hefði helgin verið honum einkar ánægjuleg.

Gömlum knattspyrnuhetjum heilsað
Um eitthundrað knattspyrnumenn og -konur gengu fylktu liði inn í höllina, leidd af börnum; knattspyrnufólki framtíðarinnar. Þar mátti sjá hetjur gullaldarliðs ÍA, á borð við Ríkharð Jónsson, Helga Dan og ýmsa fleiri, Pétur Pétursson og flesta aðra sem gert hafa garðinn frægan með liðinu.

 

Sjálfum knattspyrnuleiknum lýstu þeir Bjarni Felixson og Gísli Einarsson en Sjónvarpið er nú að vinna hálftíma þátt sem sýndur verður innan skamms um knattspyrnu á Akranesi. Þá spilaði hljómsveitin Bogomil Font gömul og ný Skagalög, Simmi og Jói sýndu Guðjóni Þórðarsyni hvernig stunda á knattspyrnuþjálfun og fleira var til gamans gert. Áætla má að hátt á annað þúsund manns hafi mætt í höllina og skemmtu gestir sér konunglega.

 

 

Sjá fleiri myndir og frásögn af leik aldarinnar í Skessuhorni sem kemur út á miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is