Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2008 07:33

Árleg vélhjólasýning Raftanna um næstu helgi

Næstkomandi laugardag verður hin árlega sýning Bifhjólafjelagsins Raftanna haldin í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.  Þetta er sjötta sýning félagsins sem fagnar sjö ára starfsafmæli á þessu ári. Á sýningunni verða ný hjól frá ýmsum söluumboðum. Má þar sjá “racera,” “hippa,” ”cruisera,” torfæruhjól, fjórhjól og búnað tengdan þeim. Þema sýningarinnar er eldri hjól af ýmsum gerðum í eigu Heidda, en hann er vel þekktur meðal hjólamanna. Þá verða hjól í eigu Rafta gerð sérstök skil sem og hjól í eigu Raftabarna. Veður mun að einhverju leyti stýra dagskránni en reynt verður að vera með uppákomur utandyra ef veður verður gott. Sýningin verður opin klukkan 13 – 17 og er enginn aðgangseyrir.

Bifhjólafjelagið Raftar voru stofnaðir árið 2001. Stofnfélagar voru 32. Nú eru skráðir rétt tæplega 100 félagsmenn. “Meginstefna Rafta hefur verið annarsvegar að hjóla og blanda geði við aðra vélhjólamenn og hinsvegar að blanda fjölskyldulífinu saman við hjólamennskuna. Hefur það tekist vel og má nefna árlega fjölskylduútilegu, kakófundinn, sem er jólaskemmtun þar sem börnin sjá að mestu um skemmtiatriðin, grillveislur og fjölda hjólaferða,” segir Jakob Guðmundsson í Borgarnesi einn af driffjöðrum í félaginu. Hann segir að sjá megi árangurinn af þessari stefnu Raftanna á sýningunni þar sem Raftabörnin sýna vélhjólaeign sína, sem er orðin umtalsverð. “Einnig verður það að teljast árangur af samstarfi vélhjólaklúbba á landinu, allur sá fjöldi hjólamanna sem koma á hjólum sínum á sýningu okkar ár eftir ár, en yfirleitt eru það vel á annað hundrað hjól sem koma í heimsókn.”

 

Sjá nánar: www.raftar.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is