Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2008 11:41

Ljóð og lög í flutningi Kammerkórs

Á morgun, miðvikudaginn 14. maí, heldur Kammerkór Akraness tónleika í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi. Tónleikarnir bera yfirskriftina Ljóð og lög. Á efnisskránni er tónlist upp úr söngheftunum Ljóð og lög sem Þórður Kristleifsson safnaði saman efni í og gaf út á árunum 1939-1949. Þórður Kristleifsson fæddist að Uppsölum í Hálsasveit 31. mars 1893. Þegar hann var fjögurra ára gamall flutti fjölskylda hans að Stóra-Kroppi í Reykholtsdal og þar var hann heimilisfastur í 26 ár. Hann nam söng erlendis og þegar heim kom gerðist hann kennari á Laugarvatni og var þar í 33 ár. Kveikjan að söfnun hans á sönglögum var sú að honum fannst sárlega vanta efni fyrir kóra.

Gaf Þórður út 7 bækur með um 400 sönglögum og verður það að teljast ótrúlegt afrek á þessum tíma. Hann skrifaði öllum tónlistarmönnum í landinu, sagði þeim hvað stæði til og allir voru boðnir og búnir að aðstoða hann við söfnunina.

 

Á tónleikunum í Vinaminni mun Kammerkór Akraness flytja valin lög lög úr þessum bókum. Lögð hefur verið töluverð áhersla á ljóð og þýðingar Þórðar og einnig ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Þarna munu einnig heyrast gullmolar sem flestir þekkja en sjaldan heyrast.

 

Þess má geta að kórinn fékk afbragðsdóma í Morgunblaðinu, fyrir flutning sinn á þessari efnisskrá í Hjallakirkju í Kópavogi í febrúar á þessu ári. Þar sagði Ríkharður Örn Jónsson gagnrýnandi m.a.: “Söngtúlkun Kammerkórs Akraness kom verulega á óvart. Tandurhrein inntónun, gott raddsamvægi og sveigjanlega mjúk hendingamótun. Allt bar fagran vott um músíkalskt upplag, hæfileikaríka stjórn og markvissa söngþjálfun er gæti með sama framhaldi skipað kórnum meðal fremstu kammerkóra landsins”. 

 

Kammerkór Akraness var stofnaður í ársbyrjun 2004. Eru flestir meðlimir einnig félagar í Kór Akraneskirkju. Kórinn heldur ekki úti föstum æfingum en kemur saman reglulega og vinnur þá saman af ákveðnum verkefnum. Kórinn hefur sungið við helgihald í Akraneskirkju, á Hólahátíð auk þess sem kórinn hefur komið fram á nokkrum tónleikum hér sunnan heiða. Meðal andlegra verka sem kórinn hefur flutt er Messe Basse eftir Gabriel Fauré og Kantata nr.61 eftir J. S. Bach, Nun komm der Heiden Heiland. Markmið kórsins er fyrst og fremst að hafa gaman af því í að koma saman og syngja og vinna síðan út frá því. Með það að vopni eru margir vegir færir.

 

 

Stjórnandi kórsins er Sveinn Arnar Sæmundsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is