Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2008 08:23

Fara Akureyrarleiðina í tjaldstæðamálum á Írskum dögum

Á fundi í menningarmála- og safnanefnd Akraneskaupstaðar í liðinni viku var rætt um það ástand sem skapast hefur á tjaldstæðum bæjarins við Kalmansvík undanfarin ár þegar bæjarhátíðin Írskir dagar hafa farið fram. Nefndin afgreiddi málið með því að samþykkja samhljóða bókun þess efnis að tjaldstæðin verði eingöngu fyrir 23 ára og eldri þessa umræddu helgi, nema viðkomandi séu í fylgd með fullorðnum. Segja má að hér sé farin svokölluð Akureyrarleið, en eins og kunnugt er ákváðu bæjaryfirvöld á Akureyri að setja sambærileg aldurstakmörk á tjaldstæði bæjarins um verslunarmannahelgi í fyrra, þegar hátíðin Ein með öllu fór þar fram.

Bókun nefndarinnar var svohljóðandi: “Menningarmála- og safnanefnd beinir því til bæjarráðs að tjaldsstæði bæjarins við Kalmansvík verði auglýst sem fjölskyldutjaldstæði á Írskum dögum 2008. Aðgangur verði takmarkaður við fjölskyldufólk eða einstaklinga 23 ára eða eldri.” Magnús Þór Hafsteinsson er formaður nefndarinnar. Hann segir í samtali við Skessuhorn að með þessu sé verið að taka á því ástandi sem ríkt hafi á tjaldstæðinu við Kalmansvík undanfarin ár þegar Írskir dagar hafa farið fram. Kveðst hann vonast til að þessi aðgerð dugi til að koma í veg fyrir hömlulaus ólæti ungmenna eins og gerst hefur undanfarin sumur og sett hafa afar svartan blett á annars góða fjölskylduhátíð, sem Írskir dagar sannarlega eru.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is