Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2008 10:14

Vestlendingar valdir bestu leikmennirnir

Hlynur Bæringsson leikmaður Snæfells var valinn besti leikmaðurinn í Iceland Express deild karla á nýloknu tímabili í lokahófi körfuknattleiksfólks sem fram fór síðastliðið föstudagskvöld. Hlynur var einnig kjörinn besti varnarmaðurinn, sem og í úrvalslið deildarinnar og var það í sjötta sinn.

Annar leikmaður úr Hólminum, Hildur Sigurðardóttir í KR, var einnig valin í úrvalslið kvenna í sjötta skiptið. Þá var valin í úrvalslið kvenna í fyrsta sinn Borgnesingurinn Sigrún Ámundadóttir sem nú leikur með KR. Loks var Darrel Flake úr Skallagrími valinn besti erlendi leikmaðurinn og Axel Kárason sá prúðasti.

Pálína Gunnlaugsdóttir leikmaður Keflavíkur var valin besta körfuboltakonan. Bestu þjálfararnir voru Keflvíkingarnir Sigurður Ingimundarson og Jón Halldór Eðvaldsson.

„Þetta var svo sem ekkert sem ég var að hugsa um fyrir kvöldið, en fyrst ég var valinn í  úrvalsliðið gat það alveg eins verið ég eins og hver annar sem endaði sem besti leikmaðurinn,“ segir Hlynur Bæringsson. Auk Hlyns voru valdir í úrvalslið deildarinnar Páll Axel Vilbergsson í Grindavík, Brenton Birmingham frá Njarðvík og ÍR-ingarnir Hreggviður Magnússon og Sveinbjörn Claessen.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is