Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2008 01:12

Tuttugu ár frá pálstungu fyrir Reykholtskirkju - Snorrastofu

Spámenn í eigin föðurlandi hafa ekki alltaf átt hljómgrunn síns fólks. Verkefni sem ýmsir töldu vart á vetur setjandi hefur vaxið og dafnað síðasta áratuginn og sér ekki fyrir endann á uppganginum og vildu nú öll skáld Lilju kveðið hafa. Á hvítasunnudag fyrir tuttugu árum tók Herra Pétur Sigurgeirsson biskup Pálstungu fyrir Reykholtskirkju - Snorrastofu, byggingu sem stendur í Reykholti og er orðin tákn staðarins ekki síður en gamli Héraðsskólinn. Baráttumál mætra manna og kvenna um langan aldur var í höfn. Á Reykholtsstað skyldi rísa vegleg kirkja og stofnun er halda myndi minningu Snorra Sturlusonar á lofti ásamt sögu Reykholts og skólastarfi þar.

Við undirbúning þessa mikla verkefnis var meðal annars gengið í smiðju þeirra er áður höfðu setið staðinn og búið þar. Til eru bréf sr. Einars Guðnasonar frá árinu 1964 þar sem hann reifar sömu hugmyndir og þarna hillti undir að gætu orðið að veruleika.

 

Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Bergi Þorgeirssyni forstöðumanni Snorrastofu, Dagnýju Emilsdóttur móttökustjóra og sr. Geir Waage sóknarpresti Reykholtsprestakalls til að líta yfir farinn veg, heyra hvernig hefði gengið og fræðast um stöðu mála í dag.

Viðtal við þau birtist í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is