Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2008 09:38

Eldur í járnblendiverksmiðjunni í nótt

Eldur varð laus í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga í nótt þegar bráðinn málmur féll á raflagnir og olíutengdar lagnir, þegar verið var að steypa út. Þetta gerðist rétt upp úr klukkan fjögur. Tiltölulega vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Engin slys urðu á fólki og ekki kemur til teljandi framleiðsluskerðingar. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað á vettvang og réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma, en Járnblendiverksmiðjan hefur einnig yfir slökkvibíl að ráða og hafði tekist að mestu að slá á eldinn þegar aðstoð barst.

Bráðni málmurinn féll úr svokallaðri hringekju, búnaði sem notaður er þegar verið er að steypa út málmi. Málmi verður steypt út á öðrum stað í verksmiðjunni meðan viðgerð vegna brunaskemmdanna stendur yfir.

Tjón er ekki stórkostlegt og er reiknað með að viðgerð ljúki í dag, að sögn Þórðar Magnússonar framkvæmdastjóra framleiðslusviðs í Járnblendiverksmiðjunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is