Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2008 09:38

Eldur í járnblendiverksmiðjunni í nótt

Eldur varð laus í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga í nótt þegar bráðinn málmur féll á raflagnir og olíutengdar lagnir, þegar verið var að steypa út. Þetta gerðist rétt upp úr klukkan fjögur. Tiltölulega vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Engin slys urðu á fólki og ekki kemur til teljandi framleiðsluskerðingar. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað á vettvang og réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma, en Járnblendiverksmiðjan hefur einnig yfir slökkvibíl að ráða og hafði tekist að mestu að slá á eldinn þegar aðstoð barst.

Bráðni málmurinn féll úr svokallaðri hringekju, búnaði sem notaður er þegar verið er að steypa út málmi. Málmi verður steypt út á öðrum stað í verksmiðjunni meðan viðgerð vegna brunaskemmdanna stendur yfir.

Tjón er ekki stórkostlegt og er reiknað með að viðgerð ljúki í dag, að sögn Þórðar Magnússonar framkvæmdastjóra framleiðslusviðs í Járnblendiverksmiðjunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is