Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2008 01:26

Magnús Þór heyrði af nýjum meirihluta í hádegisfréttum

“Ég heyrði bara af þessu í hádegisfréttunum. Það var enginn að láta mig vita,” segir Magnús Þór Hafsteinsson varabæjarfulltrúi Frjálslyndra á Akranesi og formaður félagsmálaráðs um þá ákvörðun Karenar Jónsdóttur fulltrúa flokksins í bæjarstjórn að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og mynda með þeim hreinan meirihluta. Hið sama gerði Gísli S. Einarsson bæjarstjóri. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst ítrekuð ummæli Magnúsar Þórs í fjölmiðlum um andstöðu hans við hugsanlega komu flóttamanna í bæinn.

 

 

“Þetta er þvílíkur afleikur hjá Sjálfstæðismönnum. Ég bendi á að þetta verður mjög veik bæjarstjórn. Þrír bæjarfulltrúar hafa hætt störfum frá því kjörtímabilið hófst og inn hafa komið pólitískir viðvaningar. Þarna er að skapast hálfgert Reykjavíkur-ástand. Það má ekkert út af bera, þá er ég kominn inn sem varabæjarfulltrúi,” segir Magnús en eins og fram kom hér á Skessuhornsvefnum fyrr í dag mun Magnús áfram sitja sem varabæjarfulltrúi þótt hann muni ekki gegna formennsku í félagsmálaráði lengur.

 

“Þetta gerist einmitt á þeim tíma sem Akraneskaupstaður hefði þurft sterka bæjarstjórn til þess að taka stórar ákvarðanir. Bæði hvað varðar framkvæmdir í bænum og velferðarmálin. Vandamálin í síðarnefnda flokknum aukast hratt og félagsmálaráð er þegar komið langt fram úr áætlun sinni á þessu ári. Kreppan er farin að bíta, það eru tölulegar staðreyndir fyrir því.”

 

Magnús segir að þótt samstarf Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokks hafi sprungið nú sé þetta tiltekna mál ekki það eina sem ágreiningur hafi verið um. “Ég hef áður látið í ljós óánægju mína, til að mynda hvað varðar REI-málið og aðkomu Gunnars Sigurðssonar að því. Ég var orðinn afskaplega þreyttur á þeim og tel að Frjálslynda flokknum hafi frá upphafi verið sýnd mikil lítilsvirðing í þessu samstarfi. Það sem gerist núna er bara klassískt valdarán. Karen hleypur með sitt umboð, sem hún hefur frá kjósendum Frjálslyndra, yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Hún er ekki bara að bregðast kjósendum heldur líka félögum sínum á listanum. Ég held að þetta verði bæjarstjórninni dýrkeypt. Nú förum við í Frjálslyndum að spýta í lófana og kjósendur fá að dæma þennan gjörning í næstu kosningum.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is