Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2008 03:44

Engin óskastaða

Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akraness segir að þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé nú kominn með hreinan meirihluta á Akranesi sé það engin óskastaða af hans hálfu. “Mér finnst þetta mál fyrst og fremst leiðinlegt,” segir hann en Karen Jónsdóttir bæjarfulltrúi Frjálslyndra gekk sem kunnugt er til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í dag. Ástæðan var ítrekuð ummæli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar varabæjarfulltrúa Frjálslyndra á opinberum vettvangi um hugsanlega komu flóttamanna til Akraness.

“Þetta er náttúrulega bara eins manns meirihluti sem fyrr,” segir Gunnar um þau ummæli Magnúsar að meirihlutinn sé veikari á eftir. “Magnús verður enn fyrsti varamaður í bæjarstjórn en varamenn bæði mín og Karenar í bæjarráði verða úr röðum Sjálfstæðisflokksins.”

 

 

Hvað varðar ummæli Magnúsar um að þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi hætt frá því kjörtímabilið hófst og inn hafi komið “pólitískir viðvaningar” segir Gunnar það alrangt. “Í fyrsta lagi hefur enginn farið af okkar aðalmönnum í bæjarstjórn nema Sæmundur Víglundsson sem er auk þess að koma aftur. Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því hvað Magnús er að fara með þessari fullyrðingu.”

 

Gunnar segir synd að ekki skuli hafa verið hægt að leysa ágreininginn. “Það er leiðinlegt að ekki skuli hafa verið hægt að komast að samkomulagi eins og við höfum gert hingað til. Það er alveg næg vinna að vera í pólitík þótt ekki séu svona upphlaup. Ég batt miklar vonir við Magnús Þór, ekki síst í menningarmála- og safnanefnd sem hann veitti forstöðu.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is