Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. maí. 2008 07:25

Akranes er tilbúið að taka á móti flóttamönnum

Karen Jónsdóttir, Gísli S. Einarsson og Gunnar Sigurðsson á þrjú þúsundasta fundi bæjarráðs Akraness.
Akraneskaupstaður er tilbúinn að taka á móti flóttamönnum. Karen Jónsdóttir formaður bæjarráðs leitaði óformlega heimildar um að gefa yfirlýsingu þess efnis á 3000. fundi bæjarráðs sem haldinn var í Kirkjuhvoli áðan og fékk samþykki fyrir því. Um hátíðarfund var að ræða vegna þessara tímamóta.

Í upphafi fundarins var kynnt yfirlýsing um nýjan meirihluta í bæjarstjórn Akraness, sem er nú eingöngu skipaður sjálfstæðismönnum eftir inngöngu Karenar Jónsdóttur í flokkinn, en hún var áður bæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins og óháðra. Meginefni fundarins var tillaga um heilsueflingu starfsmanna Akraneskaupstaðar. Í samþykktinni er hvatning til starfsmanna bæjarins um að stunda reglubundna líkamsrækt og til þess fá þeir stuðning sem nemur árskorti í sundlaugar bæjarins. Á fundinum lýsti bæjarráð yfir ánægju sinni með það samkomulag sem náðst hefur í kjaramálum við kennara og aðra starfsmenn bæjarins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is