Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2008 09:32

Dæmd fyrir ræktun og neyslu á kannabis

Kveðinn var upp dómur í Héraðsdómi Vesturlands nýverið vegna ákæru frá sýslumanninum á Akranesi á hendur íbúum í kaupstaðnum. Viðkomandi eru ákærðir fyrir að hafa ræktað á heimili sínu kannabisjurtir, en afurðir þeirra átti að nota til eigin neyslu. Jafnframt er höfðað mál gegn öðrum aðilanum fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna og hinum málsaðilanum fyrir að hafa ekið bifreið án þess að vera með öryggisbelti. Það var Benedikt Bogason héraðsdómari sem kvað upp dóminn.

 

Annar hinna ákærðu er dæmdur til að greiða 100.000 króna sekt og komi átta daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Hinn er dæmdur til að greiða 150.000 króna sekt og komi tólf daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Jafnframt er sá síðarnefndi sviptur ökurétti í þrjá mánuði frá birtingu dómsins. Ákærðu sæti upptöku á 18 kannabisjurtum, 7,61 g af kannabislaufi og 18 blómapottum. Ákærðu greiði sakarkostnað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is