Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2008 09:30

Heildaraflinn í apríl rúmlega 127 þúsund tonn

Fiskistofa hefur sent frá sér tölur yfir afla í nýliðnum aprílmánuði. Heildaraflinn í mánuðinum var 127.441 tonn. Það er svipaður afli og í apríl 2007 en þá var aflinn 122.367 tonn. Meira veiddist af kolmunna í ár og skýrir það aflaaukningu að mestu leyti.

Botnfiskaflinn í apríl 2008 var 51.313 tonn en botnfiskaflinn var 51.316 tonn í apríl 2007. Þorskafli dróst lítillega saman milli ára og ufsaafli var tvö þúsund tonnum minni en í apríl 2007. Á móti kom meiri afli af ýsu í ár.

 

Lítið var veitt af uppsjávartegundum apríl 2008 eins og reyndar gildir að jafnaði um apríl. Landað 74.663 tonnum af kolmunna sem er tæplega fimm þúsund tonnum meiri afli en í apríl 2007.  

Heildarafli ársins 2008 var í lok apríl orðinn 459.759 tonn. Á sama tíma í fyrra var heildarafli ársins 604.448 tonn. Að því er magn varðar þá munar mest um 158 þúsund tonna samdrátt í loðnuafla ársins. Verðmæti aflans er líka minna í ár ef miðað er við fast verð en þar munar meira um 18 þúsund tonna samdrátt í þorskafla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is