Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2008 09:30

Heildaraflinn í apríl rúmlega 127 þúsund tonn

Fiskistofa hefur sent frá sér tölur yfir afla í nýliðnum aprílmánuði. Heildaraflinn í mánuðinum var 127.441 tonn. Það er svipaður afli og í apríl 2007 en þá var aflinn 122.367 tonn. Meira veiddist af kolmunna í ár og skýrir það aflaaukningu að mestu leyti.

Botnfiskaflinn í apríl 2008 var 51.313 tonn en botnfiskaflinn var 51.316 tonn í apríl 2007. Þorskafli dróst lítillega saman milli ára og ufsaafli var tvö þúsund tonnum minni en í apríl 2007. Á móti kom meiri afli af ýsu í ár.

 

Lítið var veitt af uppsjávartegundum apríl 2008 eins og reyndar gildir að jafnaði um apríl. Landað 74.663 tonnum af kolmunna sem er tæplega fimm þúsund tonnum meiri afli en í apríl 2007.  

Heildarafli ársins 2008 var í lok apríl orðinn 459.759 tonn. Á sama tíma í fyrra var heildarafli ársins 604.448 tonn. Að því er magn varðar þá munar mest um 158 þúsund tonna samdrátt í loðnuafla ársins. Verðmæti aflans er líka minna í ár ef miðað er við fast verð en þar munar meira um 18 þúsund tonna samdrátt í þorskafla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is