Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2008 07:40

Umferðarfræðslusvið Umferðarstofu mögulega staðsett á Akranesi

Kristján Möller samgönguráðherra er hlynntur því að nýtt fyrirhugað umferðarfræðslusvið Umferðarstofu verði staðsett á Akranesi. Hugmyndir um þetta nýja svið koma í kjölfar umræðna um að stórefla þurfi umferðarfræðslu í baráttunni gegn umferðarslysum. Síðustu daga hafa augu fjölmiðla beinst að hraðakstri á Akranesi og í fleiri bæjarfélögum í kjölfara alvarlegra umferðarslysa.

Þessi skoðun Kristjáns kom fram á opnum fundi Samfylkingarinnar á Akranesi nýverið. Þar sagðist hann einnig telja eðlilegt að Akurnesingar fylgdu eftir því frumkvæði og þeim dugnaði sem starfsmenn Grundaskóla hefðu sýnt í þessum málaflokki, en skólinn hefur frá árinu 2005 starfað sem móðurskóli í umferðarfræðslu og verið í fararbroddi í þeirri vinnu innan skólakerfisins. Hann sagði að á Akranesi væri orðin mikil sérþekking á umferðarfræðslu og eðlilegt að aukin starfsemi yrði staðsett í bænum. Samkvæmt stefnumörkun ríkisstjórnarinnar væri markmiðið að færa ný störf á vegum ríkisins út á land og væri þessi stefna í samræmi við það.

 

Guðbjartur Hannesson alþingismaður Samfylkingarinnar fagnar yfirlýsingu samgönguráðherra. Hann segir það fagnaðarefni þegar ný atvinnutækifæri skapast og ánægjulegt að starfsemin komi ekki síst til vegna frumkvæðis og dugnaðar starfsfólks í Grundaskóla. „Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að stórefla umferðaröryggismál og þá ekki síst umferðarfræðslu. Stofnun sérstaks sviðs innan Umferðarstofu er því til marks um mikilvægi málaflokksins. Það er einnig mikilvægt að starfsemi ríkisstofnanna sé ekki eingöngu bundin við Reykjavík heldur geta þessar stofnanir allt eins haft starfsemi út á landsbyggðinni. Þessi yfirlýsing samgönguráðherra var því mjög ánægjuleg,” segir Guðbjartur.

 

Umferðarslys eru eitt helsta heilbrigðisvandamál mannkyns samkvæmt heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Á Íslandi látast árlega að meðaltali 24 einstaklingar í umferðarslysum og um 200 einstaklingar slasast alvarlega. Samkvæmt umferðaröryggisáætlun ríkisstjórnarinnar er markmiðið að fækka þessum slysum stórlega með markvissum aðgerðum. Lykilþáttur í því verkefni er öflug og fagleg umferðarfræðsla. Í dag er gert ráð fyrir að um 100 milljónir fari til umferðarfræðsluverkefna samkvæmt umferðaröryggisáætluninni og má reikna með aukningu á því framlagi á næstunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is