Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2008 10:20

Nýtt pósthús opnað á Akranesi

Í morgun var opnað nýtt og glæsilegt pósthús við Smiðjuvelli 30 á Akranesi. Aðstaðan í nýja pósthúsinu er glæsileg í tæplega 500 fermetra húsnæði. Húsið er það stærsta sem Pósturinn hefur opnað á landsbyggðinni, en ekki er langt síðan rúmlega 300 fermetra pósthús voru opnuð í Stykkishólmi, Reyðarfirði og Húsavík. Nýbúið er að taka skóflustungu að nýju pósthúsi á Sauðárkróki.

Breytingin á aðstöðu er mikil frá gamla pósthúsinu á Kirkjubrautinni á Akranesi, þar sem flytja þurfi bögglapóst á milli hæða. Rúmgóður flokkunar- og vinnusalur er við Smiðjuvellina og í póstafgreiðslustofunni er einnig verslun, þannig að auðvelt er fyrir fólk að grípa í pakkann ef vantar gjöfina til barna eða vina og kunningja. Opnunarhátíð verður síðan við nýja pósthúsið á morgun, laugardag. Starfsfólk hjá Póstinum á Akranesi er alls 17 í 13 stöðugildum.

Indriði Valdimarsson var fyrsti viðskipavinurinn í nýja pósthúsinu og afhenti Þór Reynisson svæðisstjóri Póstsins á Vesturlandi honum blómvönd af því tilefni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is