Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2008 10:20

Nýtt pósthús opnað á Akranesi

Í morgun var opnað nýtt og glæsilegt pósthús við Smiðjuvelli 30 á Akranesi. Aðstaðan í nýja pósthúsinu er glæsileg í tæplega 500 fermetra húsnæði. Húsið er það stærsta sem Pósturinn hefur opnað á landsbyggðinni, en ekki er langt síðan rúmlega 300 fermetra pósthús voru opnuð í Stykkishólmi, Reyðarfirði og Húsavík. Nýbúið er að taka skóflustungu að nýju pósthúsi á Sauðárkróki.

Breytingin á aðstöðu er mikil frá gamla pósthúsinu á Kirkjubrautinni á Akranesi, þar sem flytja þurfi bögglapóst á milli hæða. Rúmgóður flokkunar- og vinnusalur er við Smiðjuvellina og í póstafgreiðslustofunni er einnig verslun, þannig að auðvelt er fyrir fólk að grípa í pakkann ef vantar gjöfina til barna eða vina og kunningja. Opnunarhátíð verður síðan við nýja pósthúsið á morgun, laugardag. Starfsfólk hjá Póstinum á Akranesi er alls 17 í 13 stöðugildum.

Indriði Valdimarsson var fyrsti viðskipavinurinn í nýja pósthúsinu og afhenti Þór Reynisson svæðisstjóri Póstsins á Vesturlandi honum blómvönd af því tilefni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is