Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2008 10:26

Frjálslyndir og óháðir lýsa yfir stuðningi við Magnús

Bæjarmálafélag Frjálslyndra og óháðra hélt fund í gær þar sem samþykkt var yfirlýsing þess efnis að fjórtán af þeim átján sem voru á fundinum lýstu yfir stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson. Auk þess mótmæltu fundarmenn því að Karen Jónsdóttir hefði gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og kröfðust þess að hún myndi segja af sér.

 

 

 

 

Í yfirlýsingunni segir: "Við undirrituð sem vorum á lista Frjálslyndra og óháðra á Akranesi í sveitarstjórnarkosningum 2006, lýsum yfir fullum stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson varabæjarfulltrúa og formann félagsmálaráðs Akraness. Við erum sammála greinargerð hans vegna beiðni um móttöku flóttafólks á Akranesi sem lögð var fram á fundi meirihluta bæjarfulltrúa og meirihluta fulltrúa í félagsmálaráði Akraness 9. maí síðastliðinn.

 

Við mótmælum því valdaráni sem á sér stað á Akranesi þegar Karen Jónsdóttir bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra gengur nú til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabili. Við sem unnum ötullega að framboði listans teljum að hún hafi með þessu brugðist trausti bæði kjósenda, og okkar sem öfluðum henni brautargengis.

 

Við hörmum að Sjálfstæðisflokkurinn skuli með því að taka þátt í þessum gjörningi hafa valið að eyðileggja meirihlutasamstarfið á Akranesi. Margt gott hefur áunnist á undanförnum tveim árum og við sem stóðum að lista Frjálslyndra og óháðra erum sátt við að hafa tekist að standa við nær allt sem við hétum kjósendum vorið 2006.

 

Við skorum á Karen Jónsdóttur að hún segi þegar af sér sem bæjarfulltrúi. Þau 9,3 prósent kjósenda á Akranesi sem greiddu lista Frjálslyndra og óháðra atkvæði sitt í síðustu bæjarstjórnarkosningum voru ekki að veita Sjálfstæðisflokknum umboð sitt."

 

Undir þetta skrifa:

 

Rannveig Bjarnadóttir 3. sæti

Sæmundur Tryggvi Halldórsson 4. sæti

Kristinn Jens Kristinsson 5. sæti

Guðbjörg Ásgeirdóttir 6. sæti

Sigurjón Runólfsson 7. sæti

Elías Ólafsson 8. sæti

Barbara Davis 10. sæti

Stefán Þór Þórisson 13. sæti

Gunnar Freyr Hafsteinsson 14. sæti

Pétur Gissurarson 15. sæti

Einar Jónsson 16. sæti

Steinar Hagalínsson 17. sæti

Ragnheiður Ólafsdóttir 18. sæti

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is