Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2008 10:32

Rangfærslur og misskilningur í umræðu um flóttamenn

Atli Viðar Thorstensen fulltrúi Rauða krossins í flóttamannanefnd og starfsmaður Rauða krossins segist umfram allt hafa haft hugann við neyð þeirra flóttamanna sem um hefur verið rætt síðustu daga. Flóttamennirnir sem um ræðir munu væntanlega koma til Akraness seint í sumar eða í haust sem kunnugt er. Atli segir að eitthvað hafi verið um rangfærslur og misskilning í þeirri umræðu sem farið hefur af stað um málið.

 

Í hópnum verða konur, einstæðar mæður með börn sín sem búa í flóttamannabúðum á einskismannslandi á landamærum Íraks og Sýrlands. “Einhverjir hafa haldið því fram að þessum fjármunum væri betur varið í að hjálpa þessu fólki í þeirra heimalandi. Auðvitað vilja langflestir vera heima hjá sér og það er um að gera að aðstoða fólk á heimaslóðum þegar það er hægt,” segir Atli. “Hér er hinsvegar um að ræða palestínskt flóttafólk frá Írak sem er fast við landamæri Íraks og kemst hvorki lönd né strönd. Það á ekkert heimaland og ekki er fyrirsjáanlegt að það komist neitt án utanaðkomandi aðstoðar. Sýrland hefur lokað sínum landamærum fyrir Palestínumönnum og þeir geta heldur ekki farið aftur inn í Írak, þaðan sem þeir urðu að flýja.”

 

Atli segir flóttafólkið í stöðugri hættu. “Það er margt sem veldur því, meðal annars skortur á heilbrigðisþjónustu og vatni, kuldi á veturna og hiti á sumrin. Auk þess stafar þeim ógn af vopnuðum hópum, rottum og snákum svo fátt eitt sé nefnt.”

Flóttamenn í heiminum samkvæmt skilgreiningu flóttamannasamnings SÞ eru um 10 milljónir talsins. Þess fyrir utan eru rúmlega 4 milljónir palestínskra flóttamanna, en sérstök flóttamannastofnun sér um þeirra málefni. Þeir Palestínumenn sem eru á flótta í Írak falla hinsvegar ekki inn í ramma þeirrar stofnunar heldur falla undir umboð Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR. Það er talið að um 15 þúsund Palestínumenn séu enn í Írak, þar af um það bil 2000 manns í Al Waleed flóttamannabúðunum. Það fólk sem kæmi til Akraness er úr þeim hópi.

 

“Það er talað um þrjár varanlegar lausnir fyrir flóttamenn. Sú fyrsta er að fólk geti farið til baka til heimalandsins þegar ástandið lagast og önnur að flóttafólk aðlagist í hælislandi. Hvorugur þessara möguleika er í boði fyrir þetta fólk sem umræðan hefur snúist um síðustu daga. Sá þriðji er það sem kallað er “resettlement” – sem þýðir að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna  telur að flóttamaður verði vegna tiltekinna aðstæðna að komast til svokallaðs þriðja lands og fá þar griðland. Ísland er eitt þeirra landa sem UNHCR biður um að taka á móti flóttafólki í þeirri stöðu. Það er vert að undirstrika það að aðeins þeir flóttamenn sem eru allra verst staddir og þar sem enga aðra lausn er hægt að finna á málinu eiga þess kost að fá griðland í löndum á borð við Ísland.” Það er Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem metur í hversu mikilli þörf og hættu flóttamaður er áður en Flóttamannastofnun ákveður hvort nauðsynlegt sé að biðja önnur ríki að veita vernd.

 

Atli segir mikilvægt að það komi fram að það sé ríkisstjórnin sem taki ákvörðun um að taka á móti flóttafólki. Framkvæmdin sé svo unnin í náinni samvinnu ríkisins, sveitarfélagsins sem tekur á móti fólkinu og Rauða krossins. “Sú aðferðafræði hefur skilað góðum árangri og flóttafólki hefur vegnað vel á Íslandi. Betur en annars staðar. Flóttamannaverkefni á Íslandi hafa vakið athygli Flóttamannastofnunar sem telur að önnur ríki geti lært af þeirri aðferðafræði sem hér er beitt. Það er því óhætt að segja að flóttamannaverkefnin á Íslandi séu fyrirmyndarverkefni sem önnur ríki gætu horft til.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is