Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2008 11:18

Landskeppni sagnamanna; Saga til næsta bæjar

Sunnudaginn 25. maí hefst í Landnámssetrinu í Borgarnesi landskeppni sagnamanna sem ber yfirskrifina Saga til næsta bæjar. Þar munu sagnamenn frá öllum landshlutum keppa um titilinn Sagnamaður ársins 2008. Keppninni verður fram haldið þrjá næstu sunnudaga á eftir en sunnudaginn 22. júní verður síðan keppt til úrslita. Fyrsta kvöldið, þ.e. sunnudaginn 25. júni keppa fulltrúar frá landshlutunum fjórum um það hver segir bestu ýkjusöguna. Annað kvöldið er þemað lífsreynslusögur, draugasögur verða þriðja kvöldið og fjórða kvöldið verða sagðar gamansögur.

Þann 22. júní keppa sigurvegarar fyrri kvölda til úrslita og segja sögur að eigin vali. Það eru gestir sem velja besta sagnamann hvers kvölds í leynilegri atkvæðagreiðslu.

 

Ríkisútvarpið mun taka allan flutning sagnamannanna upp og mun Einar Kárason rithöfundur vinna úr efninu þætti sem fluttir verða fjórtán sunudagskvöld eftir fréttir í sumar. Fyrsta útsending verður 1. júní. Gísli Einarsson fréttamaður RUV verður kynnir á öllum sagnakvöldunum en hann á jafnframt hugmyndina að þessu framtaki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is