Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2008 01:19

Borghildur og foreldrafélag FVA fá viðurkenningu

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 13. sinn í gær við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Geir H. Haarde forsætisráðherra afhenti verðlaunin, í forföllum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Borghildur Jósúadóttir formaður foreldrafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sem og foreldrafélag skólans voru tilnefnd til foreldraverðlaunanna og voru Borghildi afhent viðurkenningarskjöl við athöfnina.

 

Í umsögn með tilnefningunni segir meðal annars:


“Foreldrafélagið heldur úti tengslaneti og er í góðu samstarfi við skólastjórnendur en einnig félagsstarfskennara, forvarnarfulltrúa og stjórn nemendafélags. Mikið samstarf er einnig á milli foreldrafélaga grunnskólanna og framhaldsskólans.
Með eljusemi og dugnaði hefur foreldrafélagið með Borghildi í fararbroddi skapað hefð sem sannarlega er komin til að vera. Með beinni þátttöku í viðburðum eiga foreldrar auðveldara aðgengi að öllu skólastarfi og félagsstarfi á vegum skólans."
 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is