Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2008 04:28

Borgarbyggð verði eftirsóttasta sveitarfélagið árið 2013

Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðaði til íbúafundar í gærkvöldi um stefnumótun og framtíðarsýn sveitarfélagsins. Þar kom fram að sú framtíðarsýn sem sveitarstjórnrmenn vilja vinna að er að í árslok 2013 verði Borgarbyggð eftirsóttasta sveitarfélagið utan höfuðborgarsvæðisins hvað varðar búsetu, heimsóknir, nám og störf.

Vinna við skilgreiningu á hlutverki, framtíðarsýn og gildum Borgarbyggðar hófst í nóvember á síðasta ári. Sveitarfélagið fékk til liðs við sig fyrirtækið Capacent og hefur Hólmar Svansson starfsmaður þess stýrt vinnunni. Sveitarstjórnarmenn jafnt og starfsmenn sveitarfélagsins hafa komið að þessari vinnu ásamt nokkrum íbúum og nú liggja drög fyrir sem lögð voru fyrir fundarmenn til að fá ábendingar, góð ráð og athugasemdir við.

 

 

Hólmar Svansson, Hjördís Hjartardóttir og Páll S. Brynjarsson kynntu stefnumótunarvinnuna sem þau sögðu unna til að setja fram heildarsýn á núverandi stöðu, móta framtíðarsýn sem allir í sveitarfélaginu gætu fylkt sér á bak við, skilgreina og framkvæma framtíðarsýnina. Í máli þeirra kom meðal annars fram að Borgarbyggð hefði sótt eftir því að verða tilraunasveitarfélag í viðhaldi og uppbyggingu héraðsvega, að því tilskyldu að nægjanlegt fjármagn fylgi með. Einnig að sótt hefði verið um einkaleyfi á sérleiðinni Borgarnes-Reykjavík. Eftir að kynningu lauk sátu sveitarstjórnarmennirnir Sigríður Björk Jónsdóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson og Björn Bjarki Þorsteinsson sátu fyrir svörum fundargesta. Fundurinn var ágætlega sóttur og spurningar og gagnlegar ábendingar fjölmargar úr sal. Bar þar hæst óánægja fundarmanna með Grunnskólann í Borgarnesi, upplýsingaflæði og svör frá forsvarsmönnum til íbúa, samgöngumál innan sveitarfélagsins og forgangsröðun verkefna. Hólmar Svansson skýrði frá því að tvær stofnanir í sveitarfélaginu, Grunnskólinn í Borgarnesi og leikskólinn Klettaborg væru nú þegar í stefnumótunarvinnu og væri þess að vænta að gögn færu að berast úr þeirri vinnu innan tíðar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is