Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2008 07:47

Kortleggja ástand nettenginga í sveitarfélaginu

Á fundi atvinnu- og markaðsnefndar Borgarbyggðar fyrr í mánuðinum samþykkti nefndarfólk að beina þeim tilmælum til sveitarstjórnar að könnuð verði gæði netsambanda í sveitarfélaginu og gerð verði úttekt á árangri þeirra samninga sem gerðir hafa verið á síðastliðnum árum. Komið hefur ítrekað fram í fréttum á síðustu árum að lélegt og stopult netsamband er víða til staðar, einkum í dreifbýli, eða þar sem markaðurinn er lítill og fyrirtæki á þessu sviði hafa ekki af þeim sökum séð hag í að bjóða upp á viðunandi þjónustu. Byggðaráð Borgarbyggðar ræddi málið á fundi sínum í liðinni viku og samþykkti að óska eftir minnisblaði frá sveitarstjóra. Páll S Brynjarsson sveitarstjóri segist nú vera að skoða hvernig slík úttekt fari fram og hvaða aðilar verði fengnir til að vinna hana.

“Auk þess að skoða hvernig ástand nettenginga í dreifbýlinu er nú háttað er einnig áhugi fyrir að láta kortleggja ástand nettenginga á þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins. Við vitum að eitt af stóru atriðunum í áhuga fólks til búsetu á svæðinu er öruggt og gott netsamband og því er ástæða til að taka þessi mál út í heild sinni til að hægt sé að fara markvisst í lagfæringar þar sem þess þarf,” sagði Páll.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is