Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2008 11:24

Mjög gamall rekaviður til rannsóknar

Svo virðist sem nokkur tilfærsla hafi orðið á fjöruborðinu í landi Kálfárvalla í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi, nú á liðnum vetri.   Sandinn hefur borið ofan af jarðvegi sem þarna er grunnt á.  Komið hefur í ljós mójarðvegur með allmiklum viðarleyfum. Nokkur tré eru þarna sem eru allt að 30 cm í þvermál og nokkrir metrar á lengd.  Mikið hefur brotnað upp af mónum og borist á land og eru mókögglar efst í fjörunni á löngu svæði. Viðarleyfarnar eru sjálfsagt mjög gamlar og jarðvegurinn sem þær liggja í.  Það hefur verið langt í það að Ísland byggðist þegar þessi reki barst að landi.  Þessi trjáviður hefur vakið eftirtekt og áhuga skógfræðinga.

Síðastliðinn föstudag komu þeir Ólafur Eggertsson sérfræðingur á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og Jón Geir Pétursson skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands vestur til að skoða landið og viðinn.  Ólafur tók sýni úr mörgum trjám og einnig jarðvegssýni.  Sýnin verða aldursgreind og tegundagreind. Ólafur sagðist þegar hafa greint þarna fjórar tegundir trjáa, þ.e. greni, lerki, ösp og birki. Þau gætu hafa komið frá Síberíu nema birkið sem er trúlega íslenskt.

 

Myndin er frá sýnatöku sl. föstudag. F.v. eru Jón Geir og Ólafur, Erla Björk Örnólfsdóttir forstöðumaður Rannsóknastöðvarinnar Varar og Páll Stefánsson skipstjóri.  Þau Erla og Páll voru komin á staðinn vegna áhuga þeirra á verkefninu.  Þarna er líka eitt af stærri trjánum.  Staðurinn er nokkuð austur af Ósakoti og Búðaós.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is