Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2008 11:51

Komu niður á grjóthleðslu í Skallagrímsgarði

Hleðslan í bláhorni grunnsins
Á vegum Borgarbyggðar eru nú framkvæmdir í gangi við byggingu sviðs til notkunar á samkomum í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Þegar verið var að jarðvegsskipta undir væntanlegt svið, í um 20 fermetra grunni sl. föstudag, var komið niður á grjóthleðslu í einu horni holunnar. Framkvæmdir voru þegar í stað stöðvaðar enda vildu menn ekki eiga það á hættu að hrófla við hleðslunni hefði hún t.d. reynst vera haugur Skallagríms Kveldúlfssonar og Böðvars Egilssonar. Magnús A Sigurðsson, minjavörður Vesturlands var kallaður til og rannsakaði hann hleðsluna. Að sögn Sigurjóns Einarssonar, starfsmanns á framkvæmdasviði Borgarbyggðar heimilaði minjavörður að halda mætti áfram framkvæmdum við sviðið en gaf jafnframt fyrirskipun um að ef frekari framkvæmdir ættu að fara fram á svæðinu þyrfti fyrst að fara fram nánari skoðun á því m.t.t. fornminja.

Að sögn Sigurjóns er fyrirhugað að framkvæmdum við sviðið í Skallagrímsgarði verði lokið fyrir þjóðhátíðarhöldin í sumar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is