Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2008 01:02

Vesturland sigraði í kjördæmamóti í bridge

Sveinbjörn Eyjólfsson í þungum þönkum.
Vesturland stóð uppi sem sigurvegari á kjördæmamótinu í bridge sem haldið var á Hótel Stykkishólmi um nýliðna helgi. Lið Vesturlands endaði með 600 stig eftir spennandi lokaumferðir þar sem liðið leiddi með fimm stiga mun eftir sjöundu og áttundu umferð og hafði að lokum þrettán stiga sigur. Lið Norðurlands Eystra varð í öðru sæti með 587 stig og lið Norðurlands Vestra í því þriðja með 559 stig. Þetta var í fimmtánda skipti sem kjördæmamótið er haldið og í þriðja skipti sem það er haldið á Vesturlandi. Fyrsta kjördæmamótið var haldið á Akranesi, enda var hvatamaður mótsins þaðan, en mótið hefur einnig verið haldið á Hvanneyri og svo nú í Stykkishólmi.

 

Á kjördæmamótinu er haldið í gömlu kjördæmaskipanina og skiptast kjördæmin, fyrir utan Reykjavík, á að halda mótið. Reynt er að halda mótin á stöðum þar sem allir geta verið á sama stað, spilað saman, borðað saman og krufið spilin saman. Að sögn Sveins Rúnars Eiríkssonar, keppnisstjóra mótsins voru um 160-180 manns á mótinu í ár en í hverju liði mega vera 16-24 spilarar. Á kjördæmamótið koma lið frá átta kjördæmum auk liðs frá Færeyjum og því eru það í raun níu “kjördæmi” sem keppa. Það eru 16 inni á í einu og það margfaldað með níu kjördæmum þýðir að í hverri umferð leika 144 spilarar í einu og umferðirnar eru alls níu, fimm leiknar á laugardegi og fjórar á sunnudegi. “Þetta mót er hápunktur keppnisársins hjá mjög mörgum en meirihluti þeirra sem eru að spila eru í Íslandsmótum en svo eru margir sem spila bara í þessu móti en ekki endilega á Íslandsmóti,” segir Sveinn Rúnar keppnisstjóri og bætir við að það sé gaman fyrir minni spámenn að fara með betri spilurum á sínu svæði á svona mót því menn læri mikið á því að sækja mót eins og þetta.

 

Sveinbjörn Eyjólfsson frá Hvanneyri sinnti störfum forseta Bridgesambands Vesturlands í fjarveru forseta þess en Sveinbjörn hefur spilað bridge í um það bil þrjátíu ár þó hann hafi misst úr nokkur kjördæmamót. “Ég reyni að mæta á þessi mót því þetta er það mót á árinu sem er mest félagslegt. Öll kjördæmin koma með stór lið og maður hittir mikið af fólki sem kemur ekki síst til að hittast og gleðjast og Hótel Stykkishólmur er alveg toppstaður til að halda mót sem þetta,” segir Sveinbjörn sem var ánægður með gengi Vesturlands á mótinu.

 

Misjafnt er hvernig valið er í sveitir innan kjördæmanna en á Vesturlandi er það einvaldurinn Guðmundur Ólafsson í Lambhaga í Hvalfjarðarsveit sem velur liðið og hefur til hliðsjónar við valið árangur á Vesturlandsmóti í sveitakeppninni en Guðmundur er forseti Bridgesambands Vesturlands.

Keppendur voru á ýmsum aldri og af báðum kynjum á mótinu en að sögn Sveins Rúnars keppnisstjóra var yngsti keppandinn 17 ára og þeir elstu á áttræðisaldri. Blaðamaður náði tali af einum keppanda sem hefur tekið þátt í öllum fimmtán mótunum sem hafa verið haldin en það er Jón Anton Jónsson frá Dalvík og keppir hann því fyrir Norðurland Eystra. “Ég er búinn að spila bridge í 54 ár, byrjaði sem smástrákur og verð 72 ára í haust,” segir Jón Anton en hann hefur verið í sigursveit nokkrum sinnum á þessum 15 kjördæmamótum. Jón segir lítið hafa breyst á þessum tíma helst sé hægt að tala um að það séu fleiri konur núna en voru fyrst. Það er greinilegt að bridge, sem er viðurkennd ólympíuíþrótt, getur höfðað til breiðs hóps af fólki og þeir sem vilja kynna sér íþróttina nánar geta farið leitað sér upplýsinga og fróðleiks á vefsíðu Bridgesambands Íslands;  www.bridge.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is