Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2008 02:06

Nýja hraðamælingatækið reynist vel

Eins og komið hefur fram í Skessuhorni var nýlega tekið í notkun nýtt hraðamælingartæki hjá lögreglunni á Akranesi. Með því er kleift að mæla hraða bifreiða í allt að kílómeters fjarlægð. Að sögn Jóns S Ólasonar, yfirlögregluþjóns virkar tækið öðruvísi en hefðbundinn radar að því leyti að ljóspunkti er miðað á ökutæki og hraði þess mældur þannig. Radarvarar eru gagnslausir gegn slíku tæki nema svo vilji til að ljóspunkturinn lendi beint á radarvaranum en til þess eru nánast engar líkur. “Eiginleikar tækisins, sem er handtæki en ekki fest í bifreið eins og hefðbundinn radar, gera það einkar hentugt til hraðamælinga innabæjar þar sem umferð er mikil. Einnig er tækið hentugt til nota þar sem verið að reyna að ná til ökumanna sem hafa stundað spyrnur og hraðaakstur á íbúðagötum.

Tækið hefur verið mikið notað við eftirlit í kringum grunnskóla bæjarins að undanförnu þar sem hámarkshraði er 30 km á klst.” Jón segir að nokkur fjöldi ökumanna hefur fengið að kenna á tækinu undanfarnar vikur. Einn var til dæmis tekinn á 70 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km og hlaut hann að launum 55.000 króna sekt og þriggja mánaða sviptingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is