Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2008 02:11

Sexlembingar á Bjarteyjarsandi

Sesselja og Jórunn, nemar í Heiðarskóla, með lömbin fimm.
Ærin Húfa á Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit gerði sér lítið fyrir og bar sex lömbum á laugardagskvöld. Fimm þeirra lifðu en það tók húfu um tvo tíma að bera þeim með nokkurri aðstoð frá mannfólkinu. Á Bjarteyjarsandi eru 550 fjár en aldrei áður hefur ær borið svo mörgum lömbum þar á bæ.

“Við áttum von á fjórum lömbum en svo héldu þau bara áfram að koma,” segir Guðmundur Sigurjónsson bóndi á Bjarteyjarsandi. “Önnur kind hér á bænum hafði borið fjórum lömbum um morguninn. Það voru fyrstu fjórlembingarnir hér sem allir lifa. Sú kind féll þó fljótt í skuggann af Húfu og lömbunum hennar sex,” segir Guðmundur og hlær.

 

Eigandi kindarinnar er Guðjón Jónasson tæknifræðingur hjá Loftorku en hann og Guðmundur eru bræðrasynir. “Við vorum að segja við hann að við þyrftum helst að eigna honum fleiri kindur fyrst útkoman var svona góð,” segir Guðmundur. Hann segir að reynt verði að koma einhverjum af lömbunum fimm undir einlembur. “Það er ekki annað hægt. Það er vonlaust að vera með tvo spena og fimm lömb. Þær eiga yfirleitt í fullu fangi með þrjú.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is