Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2008 04:30

Góð byrjun Víkinga í fyrstu deildinni

Ólafsvíkur Víkingur fer vel af stað í fyrstu deildinni í fótboltanum. Víkingarnir eru með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar, jafnir að stigum og Stjarnan í 3.-4. sæti. Í tveimur efstu sætunum með fullt hús, sex stig, eru Vestmannaeyingar og spútniklið Selfoss.

Í fyrstu umferð sóttu Víkingar Hauka heim í Hafnarfjörð. Víkingur var síst lakara liðið í leiknum og Snæfellingarnir sýndu mjög mikinn karakter þar sem þeir léku einum færri síðustu 35 mínúturnar eftir að Jóni Pétri var vísað af  velli fyrir harða tæklingu. Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Brynjar Víðisson leikinn úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Fannari Hilmarssyni. Lokatölur 1:1.

Víkingar fengu síðan Njarðvíkinga í heimsókn á sunnudag. Allsterkur vindur setti sinn svip á mikinn baráttuleik. Það blés ekki byrlega fyrir Víkinga þegar þeir fengu dæmda á sig vítaspyrnu á 32. mínútu leiksins, sem þótti frekar vafasamur dómur. Einar Hjörleifsson markvörður gerði sér hinsvegar lítið fyrir og varði með tilþrifum. Sama baráttan hélt áfram í seinni hálfleik og það var á 60. mínútu sem Víkingar höfðu ástæðu til að fagna. Þá kom góð sending frá Brynjari Víðissyni í teiginn, sem Gísli Freyr Brynjarsson afgreiddi með góðu skoti í fjærhornið. Eftir markið gerðist fátt markvert. Þótt Njarðvíkingar legðu sig fram um að jafna metin tókst það ekki og sanngjarn Víkingssigur varð staðreynd. Næst mæta Víkingar KS/Leiftri næstkomandi laugardag og er jafnvel möguleiki að sá leikur verði í Ólafsvík vegna slæmra vallarskilyrða fyrir norðan, snjóa á Siglufirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is