Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2008 12:10

Úthlutað úr Pokasjóði verslunarinnar

Pokasjóður verslunarinnar úthlutar árlega styrkjum til ýmissa mála, en sjóðurinn fær tekjur af sölu burðarpoka í verslunum. Nú rétt í þessu var úthlutað styrkjum að fjárhæð 90 milljónir króna til 98 verkefna á sviði umhverfismála, mannúðarmála, lista, menningar, íþrótta og útivistar. Þetta er þrettánda úthlutun Pokasjóðs. Að honum standa 160 verslanir um land allt, þar á meðal matvöruverslanir, vínbúðir, húsgagnaverslanir, bókabúðir og aðrar sérvöruverslanir.  Á undanförnum árum hefur sjóðurinn veitt myndarlega styrki til Vesturlands og hefur landgræðsluverkefnið undir Hafnarfjalli í Melasveit notið þeirra stærstu. Nú fær það verkefni ekki stuðning, en fimm verkefni á Vesturlandi hljóta styrki frá 200 þúsund krónum til einnar milljónar. Þau eru:

Skógræktarfélag Borgarfjarðar, krónur 500.000 vegna þess að 70 ár eru liðin frá því að skógræktarverkefnið á Háafelli í Skorradal fór af stað. Þar plöntuðu m.a. félagar í Ungmennafélaginu Dagrenningu skógarplöntum í upphafi, en fljótlega eftir það var Skógræktarfélag Borgarfjarðar stofnað, en það félag fagnar 70 ára afmæli sínu í haust. Styrkur úr Pokasjóði verður nýttur til skiltagerðar, til að bæta aðgengi og til grisjunar. Skógræktarfélag Stykkishólms fær einnig 500.000 króna styrk við viðgerða og endurbóta á vegarkafla innan skógræktarsvæðisins við Stykkishólm.

Skógræktarfélag Ólafsvíkur fær 500.000 kr. til gerðar göngustíga og til að bæta aðgengi að skógræktarsvæði.

Skógræktar- og landverndarfélagið undir Jökli fær 200.000 kr. til landgræðslu og skógræktar á milli Rifs og Hellissands.

Framkvæmdanefnd Leifssafns fær eina milljón króna til að gera upphleypt, gagnvirkt þrívíddarkort af Dalabyggð með sögustöðum.

Loks fær Ferðamálafélag Dala og Reykhóla 500.000 kr. til uppbyggingar menningartengdrar ferðaþjónustu í Dalabyggð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is