Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2008 10:07

Skagamenn komnir á sigurbraut

Skagamenn fagna sigurmarkinu.
Skagamenn náðu að rétta stöðu sína í Landsbankadeildinni gærkveldi, þegar þeir lögðu Frammara að velli 1:0 í jöfnum leik á Skaganum. ÍA er þar með komið með fjögur stig eftir þrjá leiki, jafntefli í fyrsta leik gegn Breiðabliki og síðan tap í Kaplakrika móti FH í annarri umferðinni. Skagamenn börðust vel fyrir stigunum í gærkveldi og voru vel að sigrinum komnir.

Frammarar byrjuðu betur í leiknum og velgdu heimamönnum undir uggum með góðu skoti Ívars Björnssonar á 12. mínútu þar sem Daninn Madsen mátti hafa sig allan við. Um hálfleikinn gerðu gestirnir síðan aftur harða hríð að marki ÍA eftir hornspyrnu.

Skagamenn fóru ekki að láta að sér kveða að heitið gat fyrr en seinni hluta hálfleiksins og voru þá betri aðilinn. Þeir áttu nokkrar góðar sóknir en markið lét á sér standa. Andri Júlíusson skaut framhjá úr dauðafæri, en mínútu síðar á þeirri 43. kom markið. Þórður Guðjónsson komst upp að endamörkum og gaf fyrir markið. Auðun Helgason varnarmaður Fram, með Stefán Þórðarson nánast í bakinu, hitti boltann illa og setti hann í eigið mark.

 

Skagamenn byrjuðu seinni hálfleikinn eins og sá fyrri endaði og voru betri fyrstu mínúturnar, síðan kom nokkur ládeyða og ekki mikið að gerast. Jafnvel leit út fyrir um tíma að Framarar væru að ná tökum á leiknum og á 69. mínútu voru Skagamenn lúsheppnir að Framara næðu ekki að jafna þegar Ívar Björnsson átti þrumuskot í stöng. Skagamenn tóku vel við sér á næstu mínútum og Björn Bermann átti mjög góða rispu, prjónaði sig í gegn og skaut. Boltinn féll út í teyginn fyrir fætur Igor Bilokipic sem skaut framhjá úr mjög góðu færi. Sagan endurtók sig skömmu síðar þegar Björn Bergmann gat gert út um leikinn eftir góðan undirbúning Igors. Framarar gerðust ekki virkilega aðgangsharðir fyrr en komið var fram yfir venjulegan leiktíma, þegar Madsen þurfti að hafa mikið fyrir að verja skot Heiðars Geirs Júlíussonar frá vítateigshorninu fjær.

 

Heilt yfir átti ÍA liðið ágætan leik ef frá eru taldar fyrstu tíu-fimmtán mínúturnar þar sem menn voru seinir í gang. Vörnin og miðjan traust og framherjarnir höfðu vel fyrir hlutunum. Sérstaklega var Stefán Þórðarson duglegur í fyrri hálfleiknum. Stefáni var skipt út af um miðbik seinni hálfleiksins eftir að hann lenti í átökum við Auðun Helgason. Björn Bergmann kom inn á fyrir Stefán og hleypti miklu lífi í sóknarleikinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is