Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. maí. 2008 03:00

Vatnsveitufélags Hvalfjarðar formlega stofnað

Formlega hefur verið gengið frá stofnun Vatnsveitufélags Hvalfjarðar, sem er sameignarfélag Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna. Undirritun stofnsamnings um félagið var framkvæmd undir berum himni að viðstöddum vottum af Laufeyju Jóhannsdóttur sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar og Gísla Gíslasyni hafnarstjóra Faxaflóahafna.

Táknrækt var fyrir undirritunina og stofnun félagsins að rétt áður gerðu veðurguðirnir vart við sig með rigningarúða í vorblíðunni og logninu, einmitt í þann mund sem Gísli hafnarstjóri heyrði í útvarpinu lag Fochertys og CCR, “Who will stop the rain?”

Stofnun Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar var ákveðin á fundi aðila 7. maí síðastliðinn. Forsagan er sú að fyrir ári hófu fulltrúar Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna samvinnu um að undirbúa og rannsaka hvernig hægt væri að afla meira vatns fyrir Melahverfi og Grundartanga. Núverandi vatnsveita að Grundartanga er í eigu Íslenska járnblendifélagsins og fær Melahverfi vatn frá veitunni, sem þegar er orðin fullnýtt.

Öflun meira vatns annars staðar frá er forsenda þess að hægt sé að stækka þéttbýlið í Melahverfi og koma upp iðnaðar- og athafnalóðum á svæði Faxaflóahafna við Grundartanga. Ýmsir valkostir hafa verið kannaðir. Undirbúningsrannsóknir í landi Leirárgarða og Geldingaár gáfu nógu jákvæðar niðurstöður til að ákveðið var að stofna félag til að vinna að framgangi verkefnis um virkjun vatns úr þessum lendum og flutning þess að Melahverfi og Grundartanga.

 

Á næstunni verður unnið að samningum við landeigendur á virkjunarsvæði og lagnaleið. Í stjórn hins nýja félags hafa verið tilnefndir af Faxaflóahöfnum Guðmundur Eiríksson sem formaður og Jón Þorvaldsson stjórnarmaður og í stjórn af hálfu Hvalfjarðarsveitar Stefán G. Ármannsson. Formaður félagsins er tilnefndur til skiptis af hvorum eignaraðilanum til árs í senn.

Á myndinni má sjá Gísla Gíslason hafnarstjóra Faxaflóahafna og Laufeyju Jóhannsdóttur sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar sem undirrituðu að viðstöddum vottunum Hallfreði Vilhjálmssyni oddvita Hvalfjarðarsveitar, Guðmundi Eiríkssyni formanni nýja félagsins, sem jafnframt er forstöðumaður tæknideildar Faxaflóahafna, og Jóni Hauki Haukssyni frá Lögfræðiskrifstofunni Pacta sem sá um samningsgerðina af hálfu Hvalfjarðarsveitar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is