Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. maí. 2008 10:53

Aukið bátalægi við dýpkun Staðarhafnar

Í Staðarhöfn, við bæinn Stað á Reykjanesi, um 11 kílómetra frá Reykhólum, er skipalægi af náttúrunnar hendi. Þar er ferjuhöfn fyrir báta Eyjasiglingar í ferðum til Flateyjar og Skáleyja. Bátar liggja þar inni á svokölluðum Polli. Dýpkun Pollsins er nýlokið og komast þar nú fyrir mun fleiri bátar en áður. Einnig er áætlað að setja þar litla flotbryggju, að sögn Óskars Steingrímssonar sveitarstjóra. Með þessari framkvæmd er bætt aðstaða fyrir bátaeigendur á Reykhólum og nágrenni, þar sem ekki er öruggu bátalægi fyrir að fara við bryggju á Reykhólum.

Aðstæður eru sérstakar við Staðarhöfn. Þar gætir mikils munar flóðs og fjöru, þannig að bryggjan framan við Pollinn er nánast á þurru við fjöru. Fyrir framan Pollinn er haft, þannig að dýptin þar inni er stöðugri. Dýpkunin fólst í því að sprengja og fleyga úr berginu í Pollinum og moka því út. Verkið var unnið af fyrirtækinu Verklok ehf. sem er í eigu Brynjólfs Smárasonar frá Borg í Reykhólahreppi. Brynjólfur var tæpan hálfan mánuð að dýpka og lauk því um hvítasunnuhelgina. Ekki var um stórt verk að ræða, áætlaður kostnaður við dýpkunina er á bilinu tvær til tvær og hálf milljón.

 

Á myndinni sést hvar unnið er við dýpkun Pollsins í Staðarhöfn. Ljósmynd/Óskar Steingrímsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is