Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2008 09:30

Betri afkoma hjá Snæfellsbæ en áætlað var

Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans, sem tekinn var fyrir og samþykktur á bæjarstjórnarfundi á dögunum, sýnir umtalsvert betri útkomu bæjarsjóðs en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Á samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta var afgangur að fjárhæð 130,8 milljónir króna, en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tapi upp á 1,1 milljón króna.

Rekstrartekjur Snæfellsbæjar á árinu námu rúmum 1.300 milljónum af A- og B-hluta, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir tæplega 1.100 milljónum í rekstrartekjur. Niðurstaða A-hluta sýndi rekstrarafgang að fjárhæð 124,5 millj., en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 31,7 milljónum í afgang. Afkoman varð því betri sem nemur 92,8 milljónum króna, sem skýrist að mestu leyti af auknum framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Á síðasta ári voru þau 96 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Veltufé frá rekstri var 296,8 millj. króna og veltufjárhlutfall er 1,66.

 

Heildareignir bæjarsjóðs námu 1.671,1 millj. kr. og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi 2.337,5 milljónum í lok síðasta árs. Heildarskuldir bæjarsjóðs voru 1.283,7 millj. kr. og í samanteknum ársreikningi 1.671,4 milljónir. Fjárfestingar ársins námu samtals 228,9 milljónum og voru þær stærstu tengdar hafnarframkvæmdum.  Heildarskuldaaukning var upp á 66,6 millj. króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is