Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2008 01:01

Meirihlutinn að bresta í Dalabyggð

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var í gærkvöldi lögð fram tillaga frá H-lista, sem er annar af samstarfsflokkunum í sveitarstjórn, að Gunnólfi Lárussyni sveitarstjóra yrði sagt upp störfum og nýr sveitarstjóri ráðinn. Gunnólfur er oddviti N-listans sem á sínum tíma gerði kröfu um að hann yrði sveitarstjóri. Allt bendir því til að samstarfið sé að bresta í sveitarstjórninni sem setur lista Vinstri grænna í lykilstöðu. Samþykkt var á fundinum að fresta afgreiðslu tillögunnar um viku og efna til aukasveitarstjórnarfundar 29. maí næstkomandi. H-listamenn gera þó ráð fyrir að tillagan verði samþykkt.

 

 

Þórður Ingólfsson oddviti H-lista segir í samtali við Skessuhorn að hann geri ráð fyrir að tillagan verði samþykkt á fundinum eftir viku. „Ég er einn af þeim sem hef sagt það að stór mál eigi ekki að bera upp undir liðnum önnur mál vegna þess að þá gefst fólki ekki tími til að undirbúa sig. Í gærkvöldi brá ég hins vegar út af þessari reglu minni, alveg eins til að kynna málið. Því var sátt um að fresta afgreiðslu til aukafundar sveitarstjórnar 29. maí.“ Aðspurður segir Þórður að sér sýnist að samstarfið sé brostið. „Því miður. Fyrir tveimur árum sóttum við fast að ráðinn yrði sveitarstjóri en gáfum eftir því að N-listinn vildi að Gunnólfur gegndi því starfi. Nú finnst okkur að þeir geti gefið eftir og ráðið annan sveitarstjóra. Við höfum imprað á því við Vinstri græna hvort þeir séu tilbúnir í viðræður. Þær eru hins vegar ekki hafnar og ekkert sem segir að samningar náist ef þær fari í gang. Tíminn verður bara að leiða það í ljós. Við munum hins vegar ekkert fara í fýlu þótt hinir flokkarnir semji. Það sem skiptir máli er að áfram verði samstarfsfriður eins og verið hefur.“

 

Þorgrímur E. Guðbjartsson oddviti Vinstri grænna segir það rétt að óformlega hafi verið komið að máli við þau af hendi H-lista fólks. „Við erum að skoða það í okkar ranni að fara til viðræðna við H-listann því ekki verður annað séð en að samstarfið sé brostið milli þeirra lista er voru í sveitarstjórn.“ Aðspurður sagði Þorgrímur að Vinstri Grænir væru tilbúnir í viðræður við hvorn aðilann sem væri.

 

Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri kannast alveg við það ákvæði í samstarfssamningnum að endurskoða eigi ráðningu sveitarstjóra eftir tvö ár, eða 15. júní. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að það sé gert. Hins vegar hélt ég að þegar allt væri í fullum gangi, miklar framkvæmdir, blómstrandi mannlíf og sátt í samfélaginu þá færu menn ekki að breyta um. Það er eins og að skipta um hest í miðri á. Við erum að klára ýmis mál og því var gott að fresta afgreiðslu tillögunnar í gær. Það er gífurleg vinna framundan og ég held að menn geri sér kannski ekki grein fyrir því að ef ég hætti núna, þá gerist fátt á meðan. En hins vegar er það greinilegt að samstarfið er brostið og við munum líklega tala við Vinstri græna um samstarf.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is