Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2008 03:11

Heimsókn í sveitina

Andrea Björnsdóttir húsfreyja á Eystri Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit tók sig til í morgun og bauð heilli leikskóladeild frá Akranesi í heimsókn á bæinn. “Ástæðan fyrir þessu heimboði er sú að dóttursonur minn á að útskrifast af leikskólanum Vallarseli í næstu viku, en missir sjálfur af útskriftinni vegna þess að hann er að fara í stóra læknisaðgerð. Líkt og börnin mín hefur hann erft ákveðinn erfðagalla frá ömmu sinni sem hægt er að laga með skurðaðgerðum. Mér þótti því vel til fundið í sárabót, að bjóða honum og félögum hans af deildinni í heimsókn í sveitina, en hér eru bæði kýr og kindur og margt að skoða fyrir krakka úr þéttbýlinu,” sagði Andrea í viðtali við Skessuhorn.

Gaman var að sjá hversu upplifun barnanna af heimsókninni til fólksins og búfénaðarins á Eystri Leirárgörðum var jákvæð og þau nutu greinilega frjálsræðisins í sveitinni. Á Eystri Leirárgörðum er rekið kraftmikið félagsbú feðga og eiginkvenna þeirra. Afurðir eru miklar, ræktun er vel sinnt og hvert sem litið er blasir við snyrtimennska og myndarbragur í hvívetna. Því er engin tilviljun að búið hlaut nýlega heiðursverðlaun Búnaðarsamtaka Vesturlands sem fyrirmyndarbýli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is