Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2008 03:11

Heimsókn í sveitina

Andrea Björnsdóttir húsfreyja á Eystri Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit tók sig til í morgun og bauð heilli leikskóladeild frá Akranesi í heimsókn á bæinn. “Ástæðan fyrir þessu heimboði er sú að dóttursonur minn á að útskrifast af leikskólanum Vallarseli í næstu viku, en missir sjálfur af útskriftinni vegna þess að hann er að fara í stóra læknisaðgerð. Líkt og börnin mín hefur hann erft ákveðinn erfðagalla frá ömmu sinni sem hægt er að laga með skurðaðgerðum. Mér þótti því vel til fundið í sárabót, að bjóða honum og félögum hans af deildinni í heimsókn í sveitina, en hér eru bæði kýr og kindur og margt að skoða fyrir krakka úr þéttbýlinu,” sagði Andrea í viðtali við Skessuhorn.

Gaman var að sjá hversu upplifun barnanna af heimsókninni til fólksins og búfénaðarins á Eystri Leirárgörðum var jákvæð og þau nutu greinilega frjálsræðisins í sveitinni. Á Eystri Leirárgörðum er rekið kraftmikið félagsbú feðga og eiginkvenna þeirra. Afurðir eru miklar, ræktun er vel sinnt og hvert sem litið er blasir við snyrtimennska og myndarbragur í hvívetna. Því er engin tilviljun að búið hlaut nýlega heiðursverðlaun Búnaðarsamtaka Vesturlands sem fyrirmyndarbýli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is