Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2008 01:23

Frjálslyndir skiptast í tvær fylkingar í flóttamannamálinu

Svo virðist sem mikils skoðanamunar gæti í röðum þingmanna Frjálslynda flokksins og miðstjórnar gagnvart umræddri komu flóttafólks til Akraness. Þannig skrifaði Kristinn H Gunnarsson, formaður þingflokks FL á síðu sinni á föstudag að hann lýsti vanþóknun sinni á þeim andbyr sem málið hafi fengið. Hann sagði þar m.a: “Ég get ekki tekið undir málflutning sem er til þess fallinn að sá efasemdum og tortryggni í garð flóttamanna eða dregur í efa getu einstakra sveitarfélaga til þess að taka við hópi flóttamanna. Pistilinn kallaði Kristinn: "Bjóðum flóttamenn velkomna til landsins.”

Á föstudagskvöld hittist síðan miðstjórn Frjálslynda flokksins á fundi. Þar var samþykkt ályktun til stuðnings bæjarmálafélagi Frjálslynda flokksins á Akranesi og núverandi oddvita flokksins þar, Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Einnig var kynnt ályktun þingflokksins um málefni flóttamanna.  Stuðningsyfirlýsing við Magnús Þór Hafsteinsson varaformann flokksins og oddvita bæjarmálafélags Frjálslyndra á Akranesi hljóðaði svo:

“Miðstjórn Frjálslynda flokksins lýsir yfir fullum stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson varaformann flokksins í störfum hans sem sveitarstjórnarmaður á Akranesi. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur farið þess á leit við Akranesbæ að sveitarfélagið taki á móti allt að 60 flóttamönnum frá Írak á næstu tveim árum. Sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn hefur Magnús sinnt skyldum sínum með því að benda réttilega á slælegan undirbúning málsins af hálfu ríkisstjórnarinnar.  Jafnframt hefur hann spurt eðlilegra spurninga sem hljóta að vakna þegar jafn stórt og viðamikið verkefni kemur til umræðu og kallað eftir svörum. Miðstjórn Frjálslynda flokksins harmar að viðbrögð Sjálfstæðisflokksins vegna þessa hafi orðið með þeim hætti að flokkurinn kaus að binda enda á meirihluta samstarf við Frjálslynda og óháða á Akranesi.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is