Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2008 01:53

Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi

Í gær var Fjölbrautaskóla Vesturlands slitið og 65 nemendur brautskráðir við hátíðlega athöfn á sal skólans. Alls voru 32 nýstúdentar brautskráðir; fjórir með vélstjórnarréttindi, ellefu af iðnbraut, einn með bæði stúdentspróf og af iðnbraut, fjórtán af sjúkraliðabraut, einn bæði sem stúdent og af sjúkraliðabraut og tveir með bæði stúdentspróf og verslunarpróf af viðskiptabraut.

Hörður Ó. Helgason skólameistari ávarpaði samkomugesti og Atli Harðarson, aðstoðarskólameistari flutti annál vorannar. Lára Hólm Heimisdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Þá flutti Ársæll Arnarsson kveðjuorð frá 10 og 20 ára afmælisárgöngum.  Nokkrir listamenn komu fram við athöfnina, en það voru Juri Fedorov sem lék á harmoníku, Hallbjörg Erla Fjeldsted lék lag sitt, Leikur að tónum á píanó, Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir söng en Arnar Sigurgeirsson lék undir hjá henni á gítar. 

Viðurkenningar fyrir námsárangur

 

Nokkrir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur eða störf að félagsmálum (nafn þess sem gaf verðlaunin eru innan sviga):

 

Andri Gunnarsson, dúx.
Andri Gunnarsson fyrir ágætan árangur í eðlis- og efnafræði (Kaupþing banki Akranesi), í íslensku (Uppheimar) og í sérgreinum á námsbraut í húsasmíði (VLFA). Einnig fékk hann viðurkenningu skólans fyrir bestan námsárangur nýstúdenta á vorönn 2008.

Auður Jónsdóttir fyrir ágætan árangur í dönsku (Danska sendiráðið).

Árni Valgeirsson fyrir ágætan árangur í sérgreinum á námsbraut í húsasmíði (VLFA).

Áslaug Katrín Hálfdánardóttir fyrir ágætan árangur í efnafræði (Mannvit verkfræðistofa).

Eva Eiríksdóttir fyrir ágætan árangur í ensku (Norðurál) og fyrir störf að félagsmálum (Rótarýklúbbur Akraness).

Freysteinn B. Barkarson fyrir ágætan árangur í félagsfræði og viðskiptagreinum (Kaupfélag Borgfirðinga).

Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Ingibjörg Sigríður Karlsdóttir fyrir ágætan árangur í sérgreinum á sjúkraliðabraut (Landsbankinn Akranesi).

Kristín Sigurðardóttir fyrir ágætan árangur í sérgreinum á sjúkraliðabraut (Glitnir).

Lára Hólm Heimisdóttir fyrir ágætan árangur í félagsfræði og uppeldisfræði (Íslenska járnblendifélagið).

Sigríður Guðbjartsdóttir fyrir ágætan árangur í efnafræði (Efnafræðifélag Íslands), í líffræði (Soroptimistasystur á Akranesi), í náttúrufræðigreinum og stærðfræði (Gámaþjónusta Vesturlands).

Tryggvi Þorvaldsson fyrir ágætan árangur í sérgreinum á námsbraut í húsasmíði (Verkalýðsfélag Akranes). Einnig fékk Tryggvi Kötluverðlaun fyrir bestan námsárangur iðnnema sem luku námi á vorönn 2008. (Þessi verðlaun eru veitt fyrir sérlega góðan árangur í verklegum greinum og þau eru gefin af Kötlu Hallsdóttur og Ínu Dóru Ástríðardóttur.)

Þuríður Elín Geirsdóttir fyrir ágætan árangur í sérgreinum á sjúkraliðabraut (Sparisjóðurinn Akranesi).

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi afhenti námsstyrk Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Hann skiptist jafnt milli tveggja umsækjenda. Þeir eru Almar Gunnarsson sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með eðlisfræðikjörsviði í desember 2007 og Andri Gunnarsson sem lauk burtfararprófi af námsbraut í húsasmíði og stúdentsprófi eftir nám í húsasmíði nú í maí 2008. Þess má geta að þeir Andri og Almar eru tvíburabræður.

Elín Björnsdóttir sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut í desember 2007 fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar á Sýruparti.

Viskuklúbbur nemendafélagsins fékk styrk úr minningarsjóði Karls Kristins Kristjánssonar.

 

Hörður Ó. Helgason skólameistari ávarpaði útskriftarnemendur í lokin, árnaði þeim heilla og þakkaði þeim fyrir samveruna. Síðan risu gestir úr sætum og sungu saman lag C.E.F Weyse við ljóð Steingríms Thorsteinssonar, Nú er sumar. Forsöngvari var Kristján Elís Jónasson.

Að athöfn lokinni þáðu gestir veitingar í boði skólans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is