Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2008 02:23

Frumvarp í pípunum um myndarlegt erlent lán

Egill Helgason, sjónvarpsmaður var með forystumenn þingflokkanna í viðtali í þætti sínum í dag í sjónvarpinu. Í máli Geirs H Haarde, forsætisráðherra kom fram að ríkisstjórnin ætlar eftir helgi að leggja fyrir Alþingi frumvarp um lánsheimildir fyrir ríkissjóð vegna stórrar lántöku erlendis til að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans. Geir sagði að það hefði legið fyrir að verið væri að vinna að því að afla myndarlegs láns og að ríkisstjórnin muni leggja fram frumvarp í þessari viku til að fá lánsheimildir. Telur Geir að stjórnarandstæðingar muni greiða fyrir afgreiðslu málsins.  Geir sagði að frumvarpið yrði hugsanlega lagt fyrir strax á morgun eða annað kvöld og að ríkisstjórnin hefði fengið um það góð orð stjórnarandstöðunnar um að hún myndi greiða fyrir afgreiðslu þess.

“Auðvitað er búið að vinna að undibúningi málsins á vegum Seðlabankans fyrir hönd ríkisins núna all lengi og það mál er bara í vinnslu,” sagði Geir.

 

Eins og komið hefur fram er Seðlabankinn einmitt gagnrýndur fyrir að hafa ekki stuðlað að aukningu gjaldeyrisforða Íslendinga í samræmi við umsvif hagkerfisins og þá einkum bankanna sem hér eiga lögheimili sitt. Lítill gjaldeyrisforði auki vantrú á krónuna á erlendum mörkuðum. Yfirlýsing forsætisráðherra er því í raun stórtíðindi í landsmálapólitíkinni þar sem lán af þessari stærðaráðu, til að styrkja gjaldeyrisforðann, mun vafalítið draga úr þeirri hörðu niðursveiflu sem orðið  hefur í hagkerfinu hér á landi undanfarna mánuði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is