Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2008 01:35

Atvinnuleysi enn innan við eitt prósent

Kvóti fiskiskipa er nú víða að klárast
Samkvæmt upplýsingum frá Vesturlandsdeild Vinnumálastofnunar eru nú um 100 manns án atvinnu á starfssvæðinu, 60 konur og 40 karlar. Þetta jafngildir að um 0,9% áætlaðs fjölda vinnufærra einstaklinga sé án atvinnu. Nú er farið að bera á því að sjómenn séu farnir að skrá sig atvinnulausa en víða er kvóti fiskiskipa búinn og því lítið annað fyrir þá að gera. Gunnar Richardsson, forstöðumaður Vesturlandsskrifstofunnar segir þetta ástand á vinnumarkaðinum vera tiltölulega gott miðað við árstíma. “Skráðum atvinnulausum hefur undanfarna daga verið lítillega að fjölga og mikið eru það sjómenn sem hafa verið að skrá sig undanfarna daga, en annars má lýsa ástandinu á vinnumarkaðinum þannig að ákeðinnar kyrrstöðu gæti og þannig hefur það í raun verið síðan í vetur. Þetta útskýri ég með því að lítið er um að fyrirtæki séu að biðja um fólk til vinnu og svo virðist sem skólafólk sem nú er að fara í skólafrí, sé duglegt að koma sér sjálft í vinnu því það kemur lítið til okkar,” sagði Gunnar og bætir því við að ástandið á vinnumarkaðinum virðist þannig hvorki vera betra né verra en undanfarin ár á sama tíma.

Loks segir hann ferðaþjónustufyrirtæki vera að soga til sín mikinn fjölda fólks um þessar mundir enda háönn ferðaþjónustunnar framundan.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is