Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2008 04:05

Upptökur í Reykholtskirkju

Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn hélt tónleika og var við upptökur í Reykholtskirkju um helgina. Upptökustjóri var Sigurður Rúnar Jónsson, eða Diddi fiðla. Stjórnandi kórsins er Sigríður Eyþórsdóttir. Þetta er fyrsti hljómdiskurinn sem kórinn tekur upp. Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn heldur um þessar mundir upp á 10 ára starfsafmæli sitt. Fyrsti stjórnandi kórsins var Ingibjörg Guðjónsdóttir en síðastliðin 8 ár hefur Sigríður Eyþórsdóttir stjórnað honum. Að mati kórfélaga var tími kominn til að gefa út hljómdisk því kórinn hefur aldrei verið betri og í handraðanum er mikið magn af frábærri tónlist.

Á disknum verða bæði íslensk og dönsk verk. Í kórnum eru 18 íslenskar konur búsettar í Danmörku. Þátttakan hefur verið ótrúlega stöðug frá upphafi og eru enn um 10 konur í kórnum sem sungið hafa með frá byrjun. Þetta vitnar um mikla samstöðu og ekki minnst metnaðarfullar og markvissar vinnuaðferðir. Helsta markmið kórsins er að sjálfsögðu að kynna Dönum íslenska tónlist og hefur kórinn í því samhengi komið fram við ótal tækifæri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is