Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2008 09:21

Fjölmennur kynningarfundur á Akranesi

Fyrir skömmu lauk íbúafundi á Akranesi um komu flóttamanna til bæjarins. Fullt var út úr dyrum í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi, þar sem fundurinn fór fram. Það voru Akraneskaupstaður, Rauði krossinn og félags- og tryggingamálaráðuneytið sem stóðu fyrir fundinum. Aðilar úr ýmsum áttum héldu tölu og gáfu bæjarbúum greinargóðar upplýsingar um komu flóttamannanna. Mikil ánægja var með fundinn og þótt nokkrir virtust enn hafa áhyggjur af praktískum atriðum á borð við skort á leiguhúsnæði voru allir sammála um að Skagamenn myndu að sjálfsögðu taka vel á móti þeim palestínsku mæðrum og börnum þeirra sem hingað koma úr Al Waleed flóttamannabúðunum. Einn fundargesta lagði meira að segja fram þá spurningu hvort ekki væri möguleiki að fá flóttamennina fyrr til bæjarins.

 

Nær allir sem tóku til máls á fundinum lýstu yfir mikilli ánægju með það framtak að halda slíkan íbúafund. Að honum loknum gafst fólki kostur á að skrá nöfn sín á lista yfir þá sem áhuga hafa á að vera konunum og börnum þeirra innan handar. Skemmst er frá því að segja að fjölmargir skráðu nöfn sín á listana og því augljóslega enginn skortur á fólki sem er tilbúið að leggja hjálparhönd.

 

Nánar um fundinn í næsta tölublaði Skessuhorns sem kemur út á miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is