Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2008 10:22

Hundaskítur á leikskólalóð

Nokkuð hefur borið á því undanfarið þegar starfsmenn leikskólans Vallarsels á Akranesi mæta til vinnu að hundaskítur í töluverðum mæli blasi við á lóðinni. Brynhildur Björg Jónsdóttir leikskólastjóri segir með ólíkindum að hundaeigendur skuli sleppa hundum sínum lausum á svæðum, eins og leikskólalóðum, þar sem vitað er að börn eru að leik.

„Við höfðum í nokkur skipti komið að æði stórum afurðum hér á lóðinni og vorum að velta því fyrir okkur hvers lags risa köttur væri hér á ferð. Allir vita um ketti og sand og við reynum að gera ráðstafanir til að hér sé ekki mikið af kattaskít. Hins vegar hefur fólk undanfarið verið að hringja í okkur og láta vita að hundaeigendur í bænum komi hingað eftir lokun, sleppi hundum sínum lausum til að hlaupa um og afraksturinn er það sem við sjáum hér á morgnana. Þar með var auðvitað komin skýring á hinum stóra kattaskít. Við höfðum einfaldlega ekki hugmyndaflug til að láta okkur detta það í hug að fólk væri að leyfa hundum sínum að ganga örna sinna á leiksvæði barna. Að okkar mati er þetta sérlega mikil ókurteisi og siðleysi og við mælumst til þess að hundaeigendur fari annað með hunda sína. Það er til pláss fyrir þá á öðrum stöðum,“ segir Brynhildur Björg. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is