Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2008 11:42

Hestar notaðir til aðstoðar við leit og björgun

Um miðjan þennan mánuð var haldin leitaræfing á vegum björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi með aðstoð frá björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi. Helsta nýmælið við þessa æfingu var að þar voru hestar notaðir við leit en innan sveitarinnar er mikill áhugi fyrir notkun hesta við leit og björgun. Æfingin var haldin ofan við Svignaskarð þar sem skipulögð voru fjögur leitarsvæði með ólíku landslagi og verkefnum. Einn gönguhópur og tveir hestahópar tóku þátt í æfingunni og var skráð hve margar vísbendingar fundust og sá tími sem tók að leysa verkefnin. Leitarhópum tókst vel til við að leysa verkefnin sem voru allt frá því að leita einungis að dreifðum vísbendingum á opnu svæði yfir í það að leita að týndu fólki í kjarrlendi. Við úrlausn verkefnanna voru hóparnir frekar jafnir hvað varðaði fund vísbendinga en tíminn var að jafnaði heldur skemmri hjá hestahópunum.

Erlendis eru hestar víða notaðir í löggæslu- og björgunarstörfum en hérlendis hefur það lítið verið gert þrátt fyrir að við státum af afar hæfileikaríku og duglegu hestakyni og hestafólki. Möguleikar á notkun hesta eru margir, þá bæði sem skynug farartæki eða látnir leita sjálfir með sínum einstöku skynfærum. Til að fá marktækari niðurstöður væri sniðugt að hafa enn stærri æfingu þar sem fleiri hópar og gerðir farartækja myndu taka þátt og hægt væri að meta við hvaða aðstæður hentar best að nota t.d.göngufólk, leitarhesta, leitarhunda og fjórhjól. Með því væri hægt að gera leit og björgun á Íslandi enn skilvirkari og reynsla hestamennskunnar fengi aukið gildi.

 

(Halla Kjartansdóttir)

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is