Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2008 01:07

Áheitaganga skátahóps frá Akranesi

Hópur skáta á Akranesi sem nefnist Rekkaskátasveitin RS. Orion mun um næstu helgi, dagana 31. maí – 1. júní fara í um 60 kílómetra göngu sem hefur fengið vinnuheitið "Gangan Mikla." Skátarnir safna þessa dagana áheitum meðal fyrirtækja á Akranesi, en söfnunarféð mun renna til að styðja við tómstundastarf langveiks drengs á Akranesi, Sindra Garðarssonar. Hópurinn leggur af stað í gönguna frá skátahúsinu við Háholt kl. 19 á laugardagskvöldið, sama hvernig viðrar, og er ferðinni heitið í Skátakálann í Skorradal. Áætlað er að stoppa í Ölveri og gista hluta úr nóttunni á leiðinni og halda ferð áfram eldsnemma morguns.

“Ef allt fer samkvæmt áætlun ættum við að vera komin í Skorradal um fimmleitið sunnudaginn 1. júní, en ætlunin er að ganga alla leið á ekki lengri tíma en einum sólahringi,” sögðu göngugarparnir í samtali við Skessuhorn.

 

“Við í Rekkaskátum erum 15 – 19 ára gömul og stefnum að svokölluðu forsetamerki sem er æðsta viðurkenning þessa aldurshóps og er gangan hluti af því verkefni. Þetta var upprunalegur tilgangur göngunnar en fyrst gangan verður þetta löng ákváðum við að safna áheitum einkum hjá fyrirtækjum hér í bæ og nýta fjármagn þess til að styrkja fatlaðan dreng hér í bænum okkar. Mun það nýtast honum vel til tómstundaiðkunar og tóku allir vel í þessi áform okkar. Áheitasöfnunin hefur gengið vel fram til þessa og viljum við þakka fyrirtækjum bæjarins sérstaklega fyrir stuðninginn við þetta framtak okkar,” sögðu ungmennin.

 

Þau segjast vera afar spennt fyrir göngunni þó að hún verði bæði löng og erfið. “En við erum til í slaginn og mun gangan án efa styrkja liðsandann innan hópsins. Þá höfum við einnig boðið fjölskyldumeðlumum, eldri skátum og vinum að ganga hluta af leiðinni með okkur, allt eftir því sem fólk vill. Við erum góður hópur og vinnum vel saman og þetta verkefni hefur verið planað í langan tíma, en við skátar hugsum ekki einungis hlutina, við látum verða af þeim. Þannig að nú leggjum við hress af stað í sumarfrí og gangan er góð byrjun á góðu sumri og vonandi gengur okkur vel,” sögðu þau að lokum.

 

Á myndinni er hluti hópsins sem fer í Gönguna Miklu. Myndin er tekin á einum af undirbúningsfundi hópsins þar sem verið var að þæfa ullarhlífar fyrir vatnsbrúsa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is