Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2008 07:44

Heimildaþáttur um fótboltabæinn í sjónvarpi annað kvöld

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með knattspyrnu á Íslandi síðustu áratugina að velgengni Skagamanna á fótboltavellinum hefur verið með ólíkindum. Það hefur einnig vakið heimsathygli (knattspyrnuheims í það minnsta) hversu margir frambærilegir fótboltamenn hafa komið frá þessum litla hafnarbæ á Íslandi. Íþróttadeild RÚV hefur nú gert hálftíma heimildarþátt um þessa miklu framleiðslu fótboltamanna á Akranesi. Þátturinn ber heitið “Einn af hverjum nítján” og vísar nafnið til þess að samkvæmt lauslegum útreikningum verður einn af hverjum nítján drengjum sem fæðast inn í samfélagið á Akranesi frambærilegur fótboltamaður.

Í þættinum er leitað skýringa á því hversvegna hlutfall fótknattleiksmanna á Akranesi er það hátt að það er nánast einsdæmi á heimsvísu. Því er velt upp hvort ástæðurnar séu erfðafræðilegar, félagslegar eða jafnvel veðurfræðilegar svo fátt eitt sé nefnt. Rætt er við fæðingalækni, félagsfræðing, uppeldisfræðing, veðurfræðing, fótboltamömmu, knattspyrnuspekúlanta og fleiri. Helstu knattspyrnuhetjur Skagamanna fyrr og nú koma einnig að við sögu, að sjálfsögðu, og svokölluðum kynslóðaleik á Skaganum eru gerð skil en á annan í Hvítasunnu stigu gamlar og nýjar hetjur inn á völlinn í Akraneshöllinni, hundrað að tölu, og rifjuðu upp gamla takta. Síðast en ekki síst eru í þættinum einstakar myndir af því þegar formaður meistaraflokksráðs ÍA er settur í ísbaðið alræmda.

 

“Einn af hverjum nítján” verður á dagskrá Sjónvarpsins á morgun, fimmtudaginn 29. maí, klukkan 18.30 og endursýndur klukkan 24.00 sama dag. Dagskrárgerð önnuðust Gísli Einarsson og Óskar Nikulásson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is