Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2008 09:12

Votlendissetur í uppsiglingu á Hvanneyri

Hvanneyri.
Hluti úr ljósm. Mats
Næstkomandi föstudag mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands verða viðstaddur stofnun Votlendisseturs Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Um er að ræða nýtt rannsókna- og fræðasetur sem hefur það markmið m.a. að rannsaka eðli og lífríki votlendis, rannsaka nýmyndun og endurheimt votlendis auk þess að vernda hin einstöku votlendissvæði á Hvanneyri. Votlendi gegnir margháttuðu hlutverki í náttúru Íslands.  Á  Hvanneyri er fjölbreytt votlendi, kjörið til fræðslu og rannsókna sem hafa alþjóðlegt gildi.  Einnig er setrinu ætlað að efla menntun í votlendisfræðum og gera votlendissvæðin aðgengileg til útivistar. Þá er setrinu ætlað að taka þátt í alþjóðlegu rannsóknarstarfi og samstarfi á sviði votlendisfræða.

Aðalráðgjafi LbhÍ um stofnun þessa seturs er hinn heimsfrægi votlendisfræðingur og prófessor Bill Mitch við ríkisháskólann í Ohio í Bandaríkjunum. LbhÍ er í miklu samstarfi við þann háskóla og tekur samstarfið m.a. til votlendisfræða.

 

Forseti Íslands mun á föstudaginn taka fyrsta skrefið í sögu votlendissetursins við athöfn sem hefst klukkan 11:30 og fer fram í næsta nágrenni Hvanneyrarkirkju. Við þetta tækifæri mun Landbúnaðarháskólinn afhenda umhverfisráðuneytinu formlega umsókn um viðurkenningu á votlendissvæðunum á Hvanneyri sem Ramsar svæðis, en slíka viðurkenningu fá þau votlendissvæði sem hafa alþjóðlegt mikilvægi. Á Íslandi eru önnur Ramsar svæði Þjórsárver, Mývatn og Grunnifjörður í Hvalfjarðarsveit.  “Það er einstakt á heimsvísu að háskólasvæði sé jafnframt náttúruverndarsvæði með alþjóðlegt mikilvægi.  Stofnun Votlendissetursins er því merkt skref í náttúruvernd á Íslandi,” segir í fréttatilkynningu frá LbhÍ.

 

Þess má að lokum geta að sama dag klukkan 14 verða háskóla- og búfræðinemendur brautskráðir í Reykholtskirkju klukkan 14.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is