Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2008 09:12

Votlendissetur í uppsiglingu á Hvanneyri

Hvanneyri.
Hluti úr ljósm. Mats
Næstkomandi föstudag mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands verða viðstaddur stofnun Votlendisseturs Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Um er að ræða nýtt rannsókna- og fræðasetur sem hefur það markmið m.a. að rannsaka eðli og lífríki votlendis, rannsaka nýmyndun og endurheimt votlendis auk þess að vernda hin einstöku votlendissvæði á Hvanneyri. Votlendi gegnir margháttuðu hlutverki í náttúru Íslands.  Á  Hvanneyri er fjölbreytt votlendi, kjörið til fræðslu og rannsókna sem hafa alþjóðlegt gildi.  Einnig er setrinu ætlað að efla menntun í votlendisfræðum og gera votlendissvæðin aðgengileg til útivistar. Þá er setrinu ætlað að taka þátt í alþjóðlegu rannsóknarstarfi og samstarfi á sviði votlendisfræða.

Aðalráðgjafi LbhÍ um stofnun þessa seturs er hinn heimsfrægi votlendisfræðingur og prófessor Bill Mitch við ríkisháskólann í Ohio í Bandaríkjunum. LbhÍ er í miklu samstarfi við þann háskóla og tekur samstarfið m.a. til votlendisfræða.

 

Forseti Íslands mun á föstudaginn taka fyrsta skrefið í sögu votlendissetursins við athöfn sem hefst klukkan 11:30 og fer fram í næsta nágrenni Hvanneyrarkirkju. Við þetta tækifæri mun Landbúnaðarháskólinn afhenda umhverfisráðuneytinu formlega umsókn um viðurkenningu á votlendissvæðunum á Hvanneyri sem Ramsar svæðis, en slíka viðurkenningu fá þau votlendissvæði sem hafa alþjóðlegt mikilvægi. Á Íslandi eru önnur Ramsar svæði Þjórsárver, Mývatn og Grunnifjörður í Hvalfjarðarsveit.  “Það er einstakt á heimsvísu að háskólasvæði sé jafnframt náttúruverndarsvæði með alþjóðlegt mikilvægi.  Stofnun Votlendissetursins er því merkt skref í náttúruvernd á Íslandi,” segir í fréttatilkynningu frá LbhÍ.

 

Þess má að lokum geta að sama dag klukkan 14 verða háskóla- og búfræðinemendur brautskráðir í Reykholtskirkju klukkan 14.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is