Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2008 11:04

Glímufélag Dalamanna 10 ára

Glímufélag Dalamanna hélt upp á tíu ára afmæli sitt á viðeigandi hátt með því að halda glímumót í Dalabúð fyrir skömmu. Hátt í fjörutíu börn hafa verið að æfa glímu í vetur og hafa Dalamenn náð góðum árangri í glímunni, eins og þekkt er. Það er hins vegar döpur staðreynd að þegar börnin fara í burtu til framhaldsnáms leggst ástundun niður því óvíða er glíma æfð af sama krafti og gerist í Dölum.  Jóhann Pálmason hefur þjálfað glímufólkið öll árin sem félagið hefur starfað og tvær dætur hans hafa náð góðum árangri, hafa báðar orðið Glímudrottningar Íslands. Jóhann hefur verið ötull að fara með sitt fólk á glímumót, víða um land.  Tveir dómarar komu frá Glímusambandinu til að dæma því mótin eru alltaf höfð lögleg. Keppt var í aldursflokkum og allir keppendur fengu viðurkenningu. Að móti loknu var öllum sem mættu boðið til afmælisveislu.  

 

 

Á myndinni er Jóhann Pálmason með dætur sínar tvær, glímudrottningarnar Sólveigu Rós og Svönu Hrönn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is