Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2008 12:08

Íslandsleikar Special Olympics í Akraneshöllinni

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram í Akraneshöllinni síðastliðinn laugardag, en undanfarin ár hefur Íþróttasamband fatlaðra og Knattspyrnusamband Íslands staðið fyrir slíkum leikum innanhúss að vorinu og utanhúss á haustin í samstarfi við aðildarfélög ÍF. Sturlaugur Sturlaugsson, formaður Íþróttabandalags Akraness bauð keppendur velkomna og setti mótið. Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir íþróttakennari stjórnaði upphitun og Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður afhenti verðlaun.   Keppt var í  tveimur styrkleikaflokkum og konur og karlar kepptu saman í liði.  Allir aldursflokkar kepptu saman og allir skemmstu sér vel þó keppnisskapið sé í öndvegi hjá flestum, mismikið þó.

Þátttakendur voru frá íþróttafélögunum Ösp Reykjavík, Nesi Reykjanesbæ, Þjóti Akranesi og Suðra á Selfossi. Mikil áhersla er lögð á að allir þeir sem áhuga hafi geti verið með, hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna og því eru lið mjög fjölbreytileg á þessum mótum.

 

Úrslit urðu þau að í styrkleikaflokki eitt sigraði Ösp 1, þá kom Nes A+ og í þriðja sæti varð Nes A. Í styrkleikaflokki tvö sigraði Ösp 2 og því næst komu Ösp 3 og Suðri. Dómarar voru frá knattspyrnudómarafélagi Akraness en helstu skipuleggjendur á Akranesi voru Guðlaugur Gunnarsson frá KSÍ og Jón Þór Þórðarson íþróttafulltrúi ÍA.

 

Mótið var samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra, Knattspyrnusambands Íslands, Íþróttabandalags Akraness og íþróttafélagsins Þjóts á Akranesi. Stefnt er að því að ÍA standi að knattspyrnuæfingum  fyrir fatlaða í haust í samstarfi við íþróttafélagið Þjót.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is