Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2008 12:08

Íslandsleikar Special Olympics í Akraneshöllinni

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram í Akraneshöllinni síðastliðinn laugardag, en undanfarin ár hefur Íþróttasamband fatlaðra og Knattspyrnusamband Íslands staðið fyrir slíkum leikum innanhúss að vorinu og utanhúss á haustin í samstarfi við aðildarfélög ÍF. Sturlaugur Sturlaugsson, formaður Íþróttabandalags Akraness bauð keppendur velkomna og setti mótið. Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir íþróttakennari stjórnaði upphitun og Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður afhenti verðlaun.   Keppt var í  tveimur styrkleikaflokkum og konur og karlar kepptu saman í liði.  Allir aldursflokkar kepptu saman og allir skemmstu sér vel þó keppnisskapið sé í öndvegi hjá flestum, mismikið þó.

Þátttakendur voru frá íþróttafélögunum Ösp Reykjavík, Nesi Reykjanesbæ, Þjóti Akranesi og Suðra á Selfossi. Mikil áhersla er lögð á að allir þeir sem áhuga hafi geti verið með, hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna og því eru lið mjög fjölbreytileg á þessum mótum.

 

Úrslit urðu þau að í styrkleikaflokki eitt sigraði Ösp 1, þá kom Nes A+ og í þriðja sæti varð Nes A. Í styrkleikaflokki tvö sigraði Ösp 2 og því næst komu Ösp 3 og Suðri. Dómarar voru frá knattspyrnudómarafélagi Akraness en helstu skipuleggjendur á Akranesi voru Guðlaugur Gunnarsson frá KSÍ og Jón Þór Þórðarson íþróttafulltrúi ÍA.

 

Mótið var samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra, Knattspyrnusambands Íslands, Íþróttabandalags Akraness og íþróttafélagsins Þjóts á Akranesi. Stefnt er að því að ÍA standi að knattspyrnuæfingum  fyrir fatlaða í haust í samstarfi við íþróttafélagið Þjót.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is