Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2008 04:05

Krakkar í fjöruferð fundu gamlan legstein

Letrið á steininum er nánast máð af eins og sjá má.
Krakkar í Grundaskóla á Akranesi voru í fjöruferð í Kalmansvík í fyrradag þegar þau komu allt í einu auga á gamlan legstein þar sem hann lá í fjöruborðinu. Kennari þeirra  hafði samband við Jón Allansson fornleifafræðing og forstöðumann Byggðasafnsins að Görðum sem fór ásamt sínum mönnum að skoða legsteininn og tók hann í sína vörslu.

Jón Allansson segir að legsteinninn sé brotinn og orðinn mjög máður, þannig að ekki sé unnt að lesa nema nokkra stafi á honum. Hann segir líklegt að þessi legsteinn sé frá því í byrjun síðustu aldar, eða kannski frá lokum þeirrar nítjándu. „Nærtækasta skýringin á því að legsteinninn fannst þarna er sú að á þessum stað voru lengi ruslahaugar,“ segir Jón. Hann bætir við að sú tilgáta sé ekki ólíkleg. Þar sem legsteinninn brotnaði hefði mögulega verið ákveðið að skipta um hann í kirkjugarðinum og hann síðan lent í ruslinu. Þetta telur Jón líklegra en að legsteinninn hafi borist sjóleiðina í fjöruna í Kalmansvík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is