Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2008 08:35

Yfirliðsbræður vinsælli en Eurovision í Dalabyggð

Á laugardag var Eurovision keppnin haldin, eins og flestir landsmenn vita. Þrátt fyrir það ákváðu bræður tveir, sem kenndir eru við Yfirlið, þeir Óskar Péturson og Örn Árnason að halda skemmtun í Dalabúð á sama tíma. Aðsókn varð með miklum ágætum, 90-100 manns að sögn Sigríðar Melsted staðarhaldara í Dalabúð. Það munu vera um 15% bæjarbúa. Þeir bræður geta því óhræddir komið í heimsókn á sama tíma að ári, þrátt fyrir bæði Eurovision og sauðburð, en Sigríður sagðist halda að fleiri hefðu komið ef sauðburður hefði ekki verið í fullum gangi.

 

 

Sigríður segist aldrei hafa verið stressuð yfir því að Yfirliðsbræður bæru ekki sigurorð af Eurovision keppninni. „Mér finnst þessi keppni svo leiðinleg að auðvitað gef ég mér að allir séu sama sinnis og trúi því naumast að nokkur vilji hanga yfir þessu. Ég veit svo sem ekkert um áhuga Dalamanna almennt á þessari keppni, en hef þó heyrt að einn og einn hafi áhuga á henni. Hins vegar var sýning Yfirliðsbræðra svo góð að enginn hefði átt að láta hana fram hjá sér fara.“ Sigríður segir að stemningin hafi verið gífurlega góð. „Þeim var ekkert sleppt fyrr en þeir voru búnir að koma fram tvisvar aukalega. Maður sleppir nú ekki svona góðum gestum strax.“

 

Örn Árnason annar af Yfirliðsbræðrum segir aðspurður að það sé enginn vafi á því að þeir muni skella sér á Eurovison á næsta ári sem fulltrúar Íslands þar sem þeir hafi unnið geysigóðan sigur á Eurobandinu í Dölunum. „Við munum sýna austurblokkinni hvernig á að taka þetta,“ segir Örn hlæjandi. „Það versta er að besta Eurovisionlag allra tíma, „Þetta er Eurovision lag“, sem Spaugstofan flutti á sínum tíma hefur heyrst opinberlega áður þannig að ekki er hægt að fara með það. En við semjum bara annað, ekki síðra.“ Þegar Örn er spurður að því hvort Yfirliðsbræðrum hafi ekki fundist leiðinlegt að missa af keppninni segir hann í galsafullum tóni að það hafi alls ekki verið svo, enda hafi þeir sín sambönd og vissu að þetta færi svona. „Án gríns þá þýðir ekkert að aflýsa skemmtunum þótt Eurovision sé í gangi, maður heldur bara sínu striki. Það sýndi sig í Dölunum að það eru ekki allir sem sitja límdir við imbann. Það er mikið frekar að sauðburður trufli aðsókn heldur en söngvakeppni úti í heimi,“ segir Örn Árnason Yfirliðsbróðir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is