Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2008 09:25

Vatnasafnið heldur upp á ársafmæli

Á laugardag var haldið upp á ársafmæli Vatnasafnsins í Stykkishólmi en safnið var opnað laugardaginn 5. maí 2007 og hafa rúmlega sjö þúsund gestir komið í safnið á þeim tíma sem liðinn er frá opnun þess. Afmælisdagskráin var vel sótt þó hún væri haldin sama kvöld og söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Bekkurinn var þétt setinn af gestum víða að úr heiminum en meðal þeirra var söngkonan Björk Guðmundsdóttir.

Afmælisdagskráin hófst með því að Héléne Cixous flutti erindið Primal Waters en hún er franskur rithöfundur og heimspekingur. Þá las Guðrún Eva Mínervudóttur kafla úr bókinni sem hún vann meðal annars að á meðan hún dvaldi í rithöfundaíbúð Vatnasafnsins og að lokum las bandaríski rithöfundurinn Rebecca Solnit upp úr bók sinni A field guide to getting lost en Rebecca hefur nýlega hafið dvöl sína í rithöfundaíbúð Vatnasafnsins. Lokaatriði afmælisdagskrárinnar voru svo tónleikar Ólafar Arnalds sem haldnir voru á laugardagskvöldið.

Listakonan Roni Horn var viðstödd afmælisdagskrána og það var líka James Lingwood framkvæmdastjóri Art Angel samtakanna sem fjármagna verkefnið með stuðningi mennta- og samgönguráðuneyta og Stykkishólmsbæjar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is