Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2008 07:30

Akurnesingar orðnir 6500 talsins

Í síðustu viku eða nánar tiltekið þann 22. maí urðu íbúar Akraneskaupstaðar sex þúsund og fimmhundruð talsins. Fjölgunin frá 1. desember á síðasta ári var 145 manns sem er nýtt met. Síðasta met var slegið 22. maí á síðasta ári. Þá fjölgaði íbúum kaupstaðarins um 110 frá 1. desember til 22. maí. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir ástæðu fjölgunarinnar vera þá að fjölskyldufólki finnist Akranes vera góður búsetukostur.

„Það er mest fjölskyldufólk sem er að flytja hingað enda er Akranes góður búsetukostur fyrir þann hóp. Hér er frítt í strætó og sund og aðstaða til íþróttaiðkunar afar góð. Þjónustan er almennt í efsta stigi hvað varðar gæði. Á Akranesi er sjúkrahús, góð heilsugæsla, leikskólar, grunnskólar og framhaldsskóli og margir stunda háskólanám héðan.“ Gísli segir einnig að verksmiðjurnar við Grundartanga þurfi gott starfsfólk og þar starfi margir. „Fjarlægðin frá Reykjavík er hæfileg og húsnæði á Akranesi er mun ódýrara en það er er í gangi hinu meginn við flóann. Ungt fólk sækir því í að setjast hérna að þótt vinna sé stunduð í Reykjavík. Það er mjög jákvætt,“ segir Gísli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is